Bílgreinasambandið hefur áhyggjur af bílaleigumarkaðnum Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2013 14:30 Nýjum bílaleigubílum er hætt að fjölga. Bílgreinasambandið lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á íslenska bílaleigumarkaðnum. Bílaleigur hafa undanfarin ár verið lang stærsti kaupandi nýrra bíla á Íslandi og verið einn helsti drifkraftur í endurnýjun bifreiðaflota landsmanna og um leið stuðlað að lækkun CO2 losunar íslenska bifreiðaflotans og er það vel. Þær breytingar sem gerðar voru á vörugjöldum bílaleigubíla um síðastliðin áramót hafa hins vegar haft þau áhrif að verulega hefur dregið úr kaupum bílaleiga á nýjum bílum á árinu. Fyrirséð er að kaupgeta bílaleiga mun dragast enn meira saman með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bílainnflytjendur, ef ekkert er að gert. Þessu til stuðnings má benda á að nýskráðir bílaleigubílar á árinu 2013 eru einungis 2% fleiri en árið 2006, þrátt fyrir gríðarmikinn vöxt í ferðaþjónustu og fjölgun ferðamanna til landsins. Hins vegar hefur bílaleigubílum miðað við fjölda í árslok hvors árs fjölgað um 81% og liggur munurinn í því að gríðarleg aukning hefur orðið í skráningu á eldri bílum til bílaleigureksturs. Slíkir bílar eru ógn við öryggi og vegfarendur á íslenskum vegum. Þeir eyða mun meira eldsneyti en nýrri árgerðir og ljóst að útblástursmarkmið nást ekki jafn hratt og að er stefnt. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent
Bílgreinasambandið lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri þróun sem átt hefur sér stað á íslenska bílaleigumarkaðnum. Bílaleigur hafa undanfarin ár verið lang stærsti kaupandi nýrra bíla á Íslandi og verið einn helsti drifkraftur í endurnýjun bifreiðaflota landsmanna og um leið stuðlað að lækkun CO2 losunar íslenska bifreiðaflotans og er það vel. Þær breytingar sem gerðar voru á vörugjöldum bílaleigubíla um síðastliðin áramót hafa hins vegar haft þau áhrif að verulega hefur dregið úr kaupum bílaleiga á nýjum bílum á árinu. Fyrirséð er að kaupgeta bílaleiga mun dragast enn meira saman með ófyrirséðum afleiðingum fyrir bílainnflytjendur, ef ekkert er að gert. Þessu til stuðnings má benda á að nýskráðir bílaleigubílar á árinu 2013 eru einungis 2% fleiri en árið 2006, þrátt fyrir gríðarmikinn vöxt í ferðaþjónustu og fjölgun ferðamanna til landsins. Hins vegar hefur bílaleigubílum miðað við fjölda í árslok hvors árs fjölgað um 81% og liggur munurinn í því að gríðarleg aukning hefur orðið í skráningu á eldri bílum til bílaleigureksturs. Slíkir bílar eru ógn við öryggi og vegfarendur á íslenskum vegum. Þeir eyða mun meira eldsneyti en nýrri árgerðir og ljóst að útblástursmarkmið nást ekki jafn hratt og að er stefnt.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent