Notadrjúgur á góðu verði Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2013 09:30 Skoda Rapis Spaceback Reynsluakstur – Skoda Rapid SpacebackSkoda fjölgar bílgerðum sínum ört þessi misserin og nú er komin ný útgáfa að Rapid bílnum sem fellur á milli Octavia og Fabia bílanna. Þessi bíll hefur fengið nafnið Rapid Spaceback, hvað svo sem „Spaceback“ þýðir, hvorki ég né hundurinn í næsta húsi vitum það! Þessi bíll er 18 cm styttri en hefðbundinn Rapid bíll frá Skoda, með minna skottrými og með „hatchback“-lagi. Það verður að segjast að hann hefur fengið slatta af línum lánaðar frá Audi A3, en báðir eru þeir í stóru Volkswagen fjölskyldunni. Hann er í raun sláandi líkur honum, en þó ekki eins fallegur. Þessi bíll er í C-stærðarflokki og er að sögn Skoda manna sjálfra ætlaður þeim sem kjósa notagildi, pláss og gott verð umfram frábæra akstureiginleika og nýjustu tækni. Því er hann ekki troðinn því allra nýjasta sem Volkswagen fjölskyldan hefur í vopnabúri sínu, en er samt alveg þokkalega búinn. Hann hefur ekki fengið nýja MQB undirvagninn sem svo margir bílar í VW hópnum hafa fengið og það finnst því akstureiginleikar bílsins eru talsvert frá VW Golf og Audi A3.Dugandi en hávær dísilvélSkoda Rapid Spaceback var reyndur um daginn með 1,6 lítra dísilvél, en hann má einnig fá með 1,2 l. og 1.4 l. bensívélum. Þessi dísilvél er bæði góð og slæm. Þung hennar minnkar aksturseiginleikana og fyrir vikið er hann nokkuð nefþungur. Hún er frekar hávær og veldur auk þess titringi. Hún er þó nokkuð öflug og stærsti kostur hennar er hve litlu hún eyðir. Uppgefin eyðsla er 4,5 lítrar í blönduðum akstri, en í reynsluakstrinum, sem eingöngu fór fram innan höfuðborgarinnar, var hann ávallt með um 6 lítra eyðslu, sem telst alveg þokkalegt, ekki síst í ljósi þess að færðin var slæm og yfirleitt ekið á snjóþekju í mjög köldu veðri. Bíllinn hefur fengið nýja kraftstýringu. Stýringin er létt og þægileg en mætti jafnvel stífna meira upp við hraðari akstur.DSG sjálfskiptingin alltaf frábærAkstur bílsins er í heild mjög þægilegur og frábær DSG sjálfskiptingin hjálpar vélinni mjög og nýtir nægt afl hennar sérlega vel. Fyrir vikið er hann tiltölulega snarpur og aldrei finnst fyrir aflleysi á nokkrum snúningi og togið er strax mjög gott við 1.500 snúninga. Talsvert heyrist í þessari dísilvél og eru margar nútíma díslvélar miklu lágværari. Hvort að skortur á hlífðarplötu yfir vélinni á þar einhvern þátt, slöpp hljóðeinangrun eða bara sá hávaði sem hún framleiðir, skal ósagt látið. Hægt er að fá Rapid Spaceback á flottum 17 tommu felgum sem fríkkar hann mjög en hefur ýmsa ókosti. Hann lækkar um næstum sentimetra vegna lágs barða, það skemmir fjöðrunina, minnkar akstureiginleika og eykur veghljóð. Flottur verður hann, en greinarritari getur ekki mælt með þessu.Notadrjúgur og praktískurAð innan er Rapid Spaceback, ekta Skodi, mjög rúmur, notadrjúgur og með flottar lausnir. Innréttingin er svo sem engin fegurðardrottning, frekar látlaus en stílhrein og sem ávallt hjá Skoda, vel smíðuð. Framsætin eru ágæt en plássið fyrir aftursætisfarþega er alveg fáránlega gott. Bæði höfuðrými og fótarými er svo gott að hægt hefði verið að bjóða Jóhanni risa í bíltúr. Eina ferðina enn er að finna sniðugar og skemmtilegar lausnir í Skoda og glasahaldarar afturí og snjóskafa í bensínlokinu eru gott dæmi um það og viðhorf Skoda til þæginda. Skoda Rapide Spaceback er mjög notadrjúgur og praktískur bíll og þar fæst talsvert fyrir peninginn. Hann er skynsamur fjölskyldubíll en dulítið laus við að vera spennandi. Hann er eiginleg allt sem herra og frú miðlungs gætu óskað sér. Hann er ekki einn af bestu bílum Skoda, sem almennt eru ferlega góðir bílar. Það sést greinilega að hann er vel skrúfaður saman því Tékkarnir hjá Skoda hafa alltaf kunnað að beita skrúfjárninu. Verð Rapide Spaceback er ári gott og slær eiginlegas út helstu samkeppnisbíla hans. Það er kannski helsti kosturinn þegar allt kemur til alls.Kostir: Aftursætisrými, notadrjúgur, verðÓkostir: Hávær vél, ytra útlit1,6 l. dísilvél, 90 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 4,5 l./100 km í bl. akstriMengun: 114 g/km CO2Hröðun: 12,1 sek.Hámarkshraði: 182 km/klstVerð frá: 3.090.000 kr.Umboð: HeklaHár á fæti og laglegur að aftanEinföld og stílhrein innrétting Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent
Reynsluakstur – Skoda Rapid SpacebackSkoda fjölgar bílgerðum sínum ört þessi misserin og nú er komin ný útgáfa að Rapid bílnum sem fellur á milli Octavia og Fabia bílanna. Þessi bíll hefur fengið nafnið Rapid Spaceback, hvað svo sem „Spaceback“ þýðir, hvorki ég né hundurinn í næsta húsi vitum það! Þessi bíll er 18 cm styttri en hefðbundinn Rapid bíll frá Skoda, með minna skottrými og með „hatchback“-lagi. Það verður að segjast að hann hefur fengið slatta af línum lánaðar frá Audi A3, en báðir eru þeir í stóru Volkswagen fjölskyldunni. Hann er í raun sláandi líkur honum, en þó ekki eins fallegur. Þessi bíll er í C-stærðarflokki og er að sögn Skoda manna sjálfra ætlaður þeim sem kjósa notagildi, pláss og gott verð umfram frábæra akstureiginleika og nýjustu tækni. Því er hann ekki troðinn því allra nýjasta sem Volkswagen fjölskyldan hefur í vopnabúri sínu, en er samt alveg þokkalega búinn. Hann hefur ekki fengið nýja MQB undirvagninn sem svo margir bílar í VW hópnum hafa fengið og það finnst því akstureiginleikar bílsins eru talsvert frá VW Golf og Audi A3.Dugandi en hávær dísilvélSkoda Rapid Spaceback var reyndur um daginn með 1,6 lítra dísilvél, en hann má einnig fá með 1,2 l. og 1.4 l. bensívélum. Þessi dísilvél er bæði góð og slæm. Þung hennar minnkar aksturseiginleikana og fyrir vikið er hann nokkuð nefþungur. Hún er frekar hávær og veldur auk þess titringi. Hún er þó nokkuð öflug og stærsti kostur hennar er hve litlu hún eyðir. Uppgefin eyðsla er 4,5 lítrar í blönduðum akstri, en í reynsluakstrinum, sem eingöngu fór fram innan höfuðborgarinnar, var hann ávallt með um 6 lítra eyðslu, sem telst alveg þokkalegt, ekki síst í ljósi þess að færðin var slæm og yfirleitt ekið á snjóþekju í mjög köldu veðri. Bíllinn hefur fengið nýja kraftstýringu. Stýringin er létt og þægileg en mætti jafnvel stífna meira upp við hraðari akstur.DSG sjálfskiptingin alltaf frábærAkstur bílsins er í heild mjög þægilegur og frábær DSG sjálfskiptingin hjálpar vélinni mjög og nýtir nægt afl hennar sérlega vel. Fyrir vikið er hann tiltölulega snarpur og aldrei finnst fyrir aflleysi á nokkrum snúningi og togið er strax mjög gott við 1.500 snúninga. Talsvert heyrist í þessari dísilvél og eru margar nútíma díslvélar miklu lágværari. Hvort að skortur á hlífðarplötu yfir vélinni á þar einhvern þátt, slöpp hljóðeinangrun eða bara sá hávaði sem hún framleiðir, skal ósagt látið. Hægt er að fá Rapid Spaceback á flottum 17 tommu felgum sem fríkkar hann mjög en hefur ýmsa ókosti. Hann lækkar um næstum sentimetra vegna lágs barða, það skemmir fjöðrunina, minnkar akstureiginleika og eykur veghljóð. Flottur verður hann, en greinarritari getur ekki mælt með þessu.Notadrjúgur og praktískurAð innan er Rapid Spaceback, ekta Skodi, mjög rúmur, notadrjúgur og með flottar lausnir. Innréttingin er svo sem engin fegurðardrottning, frekar látlaus en stílhrein og sem ávallt hjá Skoda, vel smíðuð. Framsætin eru ágæt en plássið fyrir aftursætisfarþega er alveg fáránlega gott. Bæði höfuðrými og fótarými er svo gott að hægt hefði verið að bjóða Jóhanni risa í bíltúr. Eina ferðina enn er að finna sniðugar og skemmtilegar lausnir í Skoda og glasahaldarar afturí og snjóskafa í bensínlokinu eru gott dæmi um það og viðhorf Skoda til þæginda. Skoda Rapide Spaceback er mjög notadrjúgur og praktískur bíll og þar fæst talsvert fyrir peninginn. Hann er skynsamur fjölskyldubíll en dulítið laus við að vera spennandi. Hann er eiginleg allt sem herra og frú miðlungs gætu óskað sér. Hann er ekki einn af bestu bílum Skoda, sem almennt eru ferlega góðir bílar. Það sést greinilega að hann er vel skrúfaður saman því Tékkarnir hjá Skoda hafa alltaf kunnað að beita skrúfjárninu. Verð Rapide Spaceback er ári gott og slær eiginlegas út helstu samkeppnisbíla hans. Það er kannski helsti kosturinn þegar allt kemur til alls.Kostir: Aftursætisrými, notadrjúgur, verðÓkostir: Hávær vél, ytra útlit1,6 l. dísilvél, 90 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 4,5 l./100 km í bl. akstriMengun: 114 g/km CO2Hröðun: 12,1 sek.Hámarkshraði: 182 km/klstVerð frá: 3.090.000 kr.Umboð: HeklaHár á fæti og laglegur að aftanEinföld og stílhrein innrétting
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent