Ástand Schumachers hefur batnað | Enn í lífshættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2013 10:27 Nordic Photos / Getty Images Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt. Blaðamannafundur var haldinn á sjúkrahúsinu í morgun en Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum á sunnudagsmorgun. Hann féll og rak höfuðið í með þeim afleiðingum að hann fékk alvarlega áverka á heila. Læknar ákváðu í samráði við fjölskyldu hans að framkvæma aðra aðgerð á Þjóðverjanum í gær til að losa um blóðsöfnun, svokallaðan margúl, sem myndaði þrýsting á heila hans. Schumacher var i lífshættu í gær en í gærkvöldi leiddi ný heilaskönnun í ljós að ástand hans hafi skánað örlítið. Það gaf læknunum tækifæri til að framkvæma aðra aðgerð sem heppnaðist vel. Hún stóð yfir í alls tvær klukkustundir. „Við getum þó ekki sagt að honum sé nú borgið en með þessu fáum við meiri tíma. Næstu klukkustundir hafa mikið að segja um framhaldið,“ sagði læknir Schumachers á fundinum í morgun. Schumacher mátti þola talsverðar heilablæðingar og læknarnir segja að þær séu enn til staðar. Með aðgerðinni í gær hafi hins vegar tekist að draga úr hluta þeirra. „Hann er enn í lífshættu.“ Michael Schumacher er 44 ára og sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann er sigursælasti ökuþór keppninnar frá upphafi. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt. Blaðamannafundur var haldinn á sjúkrahúsinu í morgun en Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum á sunnudagsmorgun. Hann féll og rak höfuðið í með þeim afleiðingum að hann fékk alvarlega áverka á heila. Læknar ákváðu í samráði við fjölskyldu hans að framkvæma aðra aðgerð á Þjóðverjanum í gær til að losa um blóðsöfnun, svokallaðan margúl, sem myndaði þrýsting á heila hans. Schumacher var i lífshættu í gær en í gærkvöldi leiddi ný heilaskönnun í ljós að ástand hans hafi skánað örlítið. Það gaf læknunum tækifæri til að framkvæma aðra aðgerð sem heppnaðist vel. Hún stóð yfir í alls tvær klukkustundir. „Við getum þó ekki sagt að honum sé nú borgið en með þessu fáum við meiri tíma. Næstu klukkustundir hafa mikið að segja um framhaldið,“ sagði læknir Schumachers á fundinum í morgun. Schumacher mátti þola talsverðar heilablæðingar og læknarnir segja að þær séu enn til staðar. Með aðgerðinni í gær hafi hins vegar tekist að draga úr hluta þeirra. „Hann er enn í lífshættu.“ Michael Schumacher er 44 ára og sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann er sigursælasti ökuþór keppninnar frá upphafi.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira