Fjármögnun Kung fu-myndar fer hratt af stað á Kickstarter Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. desember 2013 14:42 Kynningarstikla Kung fu-myndarinnar Kung Fury fer nú eins og eldur í sinu um netheima en fjármögnun myndarinnar fer fram á vefsíðunni Kickstarter. Leikstjórinn David Sandberg og félagar hans sögðu í upphafi hópfjármögnunarinnar að ef þeir næðu að safna 200 þúsund dölum myndu þeir gera hálftíma útgáfu af myndinni og dreifa henni frítt á internetinu. Ef þeir ná hins vegar að safna einni milljón dala stendur til að finna dreifingaraðila og gera myndina í fullri lengd. Stiklan er mikilfengleg og ljóst er að myndin verður hlaðin spennu og góðu gríni að hætti níunda áratugarins. Segir hún frá ungri löggu sem leggur stund á Kung fu-bardagalistina. Hann verður að ferðast aftur í tímann og sigra mesta Kung fu-bardagamann allra tíma, Adolf Hitler. Söfnunin fer vel af stað og á aðeins fjórum dögum hafa safnast tæplega 350 þúsund dalir. Hefur Sandberg, sem er 28 ára gamall leikstjóri búsettur í Svíþjóð, því náð fyrra markmiði sínu og gott betur.Andi 9. áratugarins svífur yfir vötnum í stiklunni.Ef milljón dalir safnast verður Kung Fury gerð í fullri lengd.Kung fu-löggan ferðast aftur í tímann.Í Kung Fury er Adolf Hitler mesti Kung fu-bardagamaður allra tíma. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kynningarstikla Kung fu-myndarinnar Kung Fury fer nú eins og eldur í sinu um netheima en fjármögnun myndarinnar fer fram á vefsíðunni Kickstarter. Leikstjórinn David Sandberg og félagar hans sögðu í upphafi hópfjármögnunarinnar að ef þeir næðu að safna 200 þúsund dölum myndu þeir gera hálftíma útgáfu af myndinni og dreifa henni frítt á internetinu. Ef þeir ná hins vegar að safna einni milljón dala stendur til að finna dreifingaraðila og gera myndina í fullri lengd. Stiklan er mikilfengleg og ljóst er að myndin verður hlaðin spennu og góðu gríni að hætti níunda áratugarins. Segir hún frá ungri löggu sem leggur stund á Kung fu-bardagalistina. Hann verður að ferðast aftur í tímann og sigra mesta Kung fu-bardagamann allra tíma, Adolf Hitler. Söfnunin fer vel af stað og á aðeins fjórum dögum hafa safnast tæplega 350 þúsund dalir. Hefur Sandberg, sem er 28 ára gamall leikstjóri búsettur í Svíþjóð, því náð fyrra markmiði sínu og gott betur.Andi 9. áratugarins svífur yfir vötnum í stiklunni.Ef milljón dalir safnast verður Kung Fury gerð í fullri lengd.Kung fu-löggan ferðast aftur í tímann.Í Kung Fury er Adolf Hitler mesti Kung fu-bardagamaður allra tíma.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein