Schumacher haldið sofandi | Berst fyrir lífi sínu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. desember 2013 10:19 Nordic Photos / Getty Images Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu. „Michael Schumacher hlaut mjög alvarlega áverka. Ástand hans var slæmt þegar hann kom á sjúkrahúsið og missti meðvitund stuttu síðar,“ sagði talsmaður sjúkrahússins í Grenoble í Frakklandi á blaðamannafundi í morgun. Ákveðið var að framkvæma aðgerð á Schumacher þar sem í ljós kom að hann hafði mikla áverka á heila. Aðgerðin heppnaðist vel en Schumacher er þó enn í lífshættu og nú haldið sofandi á gjörgæslu. Læknar Schumacher vildu ekki leggja mat á batahorfur hans að svo stöddu og sögðu ómögulegt að gera það nú. „Hann er að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Jean-Francois Payden, einn læknanna á sjúkrahúsinu. „Ástand hans er alvarlegt en við erum aðeins að taka fyrir eina klukkustund í einu.“ „Slysið gerðist á réttum stað því hann var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús og gekkst strax undir aðgerð. Nú er búið að gera allt sem þurfti að gera en það er of snemmt að segja til um batahorfur. Það eina sem við getum gert er að bíða.“ Schumacher var með hjálm þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var þá að skíða utan brautar með fjórtán ára syni sínum. Líklegt er að hann hafi verið á miklum hraða. Michael Schumacher er 44 ára gamall og sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi. Hann varð sjö sinnum heimsmeistari og sló fjölmörg met á löngum og farsælum ferli. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Læknar Michael Schumacher í Frakklandi segja að hann sé með alvarlega áverka á heila eftir skíðaslys í gærmorgun. Hann gekkst undir aðgerð en er enn í lífshættu. Schumacher er haldið sofandi á gjörgæslu. „Michael Schumacher hlaut mjög alvarlega áverka. Ástand hans var slæmt þegar hann kom á sjúkrahúsið og missti meðvitund stuttu síðar,“ sagði talsmaður sjúkrahússins í Grenoble í Frakklandi á blaðamannafundi í morgun. Ákveðið var að framkvæma aðgerð á Schumacher þar sem í ljós kom að hann hafði mikla áverka á heila. Aðgerðin heppnaðist vel en Schumacher er þó enn í lífshættu og nú haldið sofandi á gjörgæslu. Læknar Schumacher vildu ekki leggja mat á batahorfur hans að svo stöddu og sögðu ómögulegt að gera það nú. „Hann er að berjast fyrir lífi sínu,“ sagði Jean-Francois Payden, einn læknanna á sjúkrahúsinu. „Ástand hans er alvarlegt en við erum aðeins að taka fyrir eina klukkustund í einu.“ „Slysið gerðist á réttum stað því hann var fluttur umsvifalaust á sjúkrahús og gekkst strax undir aðgerð. Nú er búið að gera allt sem þurfti að gera en það er of snemmt að segja til um batahorfur. Það eina sem við getum gert er að bíða.“ Schumacher var með hjálm þegar hann féll og rak höfuðið í stein. Hann var þá að skíða utan brautar með fjórtán ára syni sínum. Líklegt er að hann hafi verið á miklum hraða. Michael Schumacher er 44 ára gamall og sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi. Hann varð sjö sinnum heimsmeistari og sló fjölmörg met á löngum og farsælum ferli.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira