Grínmynd um Google Kristjana Arnarsdóttir skrifar 13. júní 2013 18:00 Gamanmyndin The Internship var frumsýnd í vikunni. Það eru þeir Vince Vaughn og Owen Wilson sem fara með aðalhlutverkin en þeir léku einnig saman í gamanmyndinni Wedding Crashers sem kom út árið 2005. The Internship fjallar um félagana Billy og Nick sem eru reknir úr störfum sínum sem sölumenn og þurfa að hugsa sér til hreyfings. Billy, sem leikinn er af Vince Vaughn, sækir um lærlingsstöðu hjá Google fyrir þá félagana þrátt fyrir að hafa nánast enga kunnáttu á nútímatækni. Þeir eru ráðnir í störfin og eyða sumrinu í liðakeppni með öðrum lærlingum, þar sem liðin keppast um að sigra og tryggja sér þar með stöðu hjá tölvurisanum. Það er kanadísk-bandaríski leikstjórinn Shawn Adam Levy sem leikstýrir myndinni en hann hefur meðal annars leikstýrt gamanmyndunum Big Fat Liar, Just Married, Cheaper by the Dozen, Night at the Museum og Date Night. Kvikmyndir leikstjórans hafa samanlagt velt um tveimur milljörðum dala og myndir hans fallið í góðan jarðveg. Margar spennandi myndir eru væntanlegar með þeim Wilson og Vaughn í burðarhlutverkum. Í lok árs er von á framhaldi kvikmyndarinnar The Anchorman, en þar fer Vaughn með hlutverk fréttapésans Wes Mantooth, erkióvinar Rons Burgundy sem leikinn er af Will Ferrell. Owen Wilson er með margt í pípunum en þar ber eflaust hæst að nefna framhald myndarinnar um Derek Zoolander, þar sem Wilson fer með hlutverk karlfyrirsætunnar Hansel. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Gamanmyndin The Internship var frumsýnd í vikunni. Það eru þeir Vince Vaughn og Owen Wilson sem fara með aðalhlutverkin en þeir léku einnig saman í gamanmyndinni Wedding Crashers sem kom út árið 2005. The Internship fjallar um félagana Billy og Nick sem eru reknir úr störfum sínum sem sölumenn og þurfa að hugsa sér til hreyfings. Billy, sem leikinn er af Vince Vaughn, sækir um lærlingsstöðu hjá Google fyrir þá félagana þrátt fyrir að hafa nánast enga kunnáttu á nútímatækni. Þeir eru ráðnir í störfin og eyða sumrinu í liðakeppni með öðrum lærlingum, þar sem liðin keppast um að sigra og tryggja sér þar með stöðu hjá tölvurisanum. Það er kanadísk-bandaríski leikstjórinn Shawn Adam Levy sem leikstýrir myndinni en hann hefur meðal annars leikstýrt gamanmyndunum Big Fat Liar, Just Married, Cheaper by the Dozen, Night at the Museum og Date Night. Kvikmyndir leikstjórans hafa samanlagt velt um tveimur milljörðum dala og myndir hans fallið í góðan jarðveg. Margar spennandi myndir eru væntanlegar með þeim Wilson og Vaughn í burðarhlutverkum. Í lok árs er von á framhaldi kvikmyndarinnar The Anchorman, en þar fer Vaughn með hlutverk fréttapésans Wes Mantooth, erkióvinar Rons Burgundy sem leikinn er af Will Ferrell. Owen Wilson er með margt í pípunum en þar ber eflaust hæst að nefna framhald myndarinnar um Derek Zoolander, þar sem Wilson fer með hlutverk karlfyrirsætunnar Hansel.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira