Alvöru vestri og gömul klassík 4. júlí 2013 08:30 Kvikmyndin Lone Ranger var frumsýnd í gær en myndin skartar stórleikaranum Johnny Depp í aðalhlutverki. Depp leikur indíánann Tonto sem berst gegn spillingu og græðgi í villta vestrinu ásamt lögregluþjóninum fyrrverandi, John Reid eða „Lone Ranger“. Það er leikarinn Armie Hammer sem fer með hlutverk Lone Ranger en einhverjir gætu kannast við kauða úr Facebook-myndinni The Social Network, þar sem hann lék tvíburana Cameron og Tyler Winklevoss. Það er leikstjórinn Gore Verbinski sem leikstýrir myndinni en hann leikstýrði einnig þríleiknum Pirates of the Caribbean. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem þeir Verbinski og Depp starfa saman. Disney-samsteypan og Jerry Bruckheimer Films framleiða myndina. Bíó Paradís sýnir í kvöld kvikmyndina Hard Ticket to Hawaii frá árinu 1987, en í sumar mun kvikmyndahúsið sýna tvær klassískar kvikmyndir í viku hverri. Hard Ticket to Hawaii segir frá útsendurunum Donnu og Taryn sem stöðva afhendingu á demöntum fyrir slysni, en demantarnir voru ætlaðir eiturlyfjabaróninum Seth Romero. Seth er ákveðinn í að ná í demantana og í kjölfarið brýst út hröð atburðarás, sem flækist enn frekar þegar baneitruð risaslanga sleppur laus. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin Lone Ranger var frumsýnd í gær en myndin skartar stórleikaranum Johnny Depp í aðalhlutverki. Depp leikur indíánann Tonto sem berst gegn spillingu og græðgi í villta vestrinu ásamt lögregluþjóninum fyrrverandi, John Reid eða „Lone Ranger“. Það er leikarinn Armie Hammer sem fer með hlutverk Lone Ranger en einhverjir gætu kannast við kauða úr Facebook-myndinni The Social Network, þar sem hann lék tvíburana Cameron og Tyler Winklevoss. Það er leikstjórinn Gore Verbinski sem leikstýrir myndinni en hann leikstýrði einnig þríleiknum Pirates of the Caribbean. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem þeir Verbinski og Depp starfa saman. Disney-samsteypan og Jerry Bruckheimer Films framleiða myndina. Bíó Paradís sýnir í kvöld kvikmyndina Hard Ticket to Hawaii frá árinu 1987, en í sumar mun kvikmyndahúsið sýna tvær klassískar kvikmyndir í viku hverri. Hard Ticket to Hawaii segir frá útsendurunum Donnu og Taryn sem stöðva afhendingu á demöntum fyrir slysni, en demantarnir voru ætlaðir eiturlyfjabaróninum Seth Romero. Seth er ákveðinn í að ná í demantana og í kjölfarið brýst út hröð atburðarás, sem flækist enn frekar þegar baneitruð risaslanga sleppur laus.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein