Endalok heimsins nálgast óðfluga Sara McMahon skrifar 3. júlí 2013 21:00 Gamanmyndin This is the End skartar mörgum af stærstu gamanstjörnum dagsins í dag í helstu hlutverkum. Myndin hefst þegar leikarinn Jay Baruchel, úr kvikmyndunum Tropic Thunder og Knocked Up, kemur til Los Angeles að heimsækja vin sinn, leikarann Seth Rogen. Félagarnir fara saman í innflutningspartí til James Franco og hitta þar fyrir fjöldann allan af leikurum, söngvurum og öðru þekktu fólki. Baruchel þekkir þó fáa í veislunni og talar Rogen inn á að rölta með sér út í búð í þeim erindagjörðum að kaupa sígarettur. Þar verða þeir vitni að því þegar nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar eru numdir á brott af bláum geislum sem koma af himni ofan. Þetta skýtur þeim skelk í bringu og forða félagarnir sér aftur heim til Franco. Stuttu síðar hefst mikið eldregn og verður öngþveiti á götum úti. Á meðan heimurinn ferst neyðist hópurinn sem inni er að takast á við þverrandi matarbirgðir og hvert annað. Handrit og leikstjórn er í höndum Seths Rogen og Evans Goldberg, en þeir skrifuðu einnig handritið að Pinapple Express. Með helstu hlutverk fara James Franco, Jonah Hill, Seth Rogen, Jay Baruchel, Danny McBride, Craig Robinson, Michael Cera og Emma Watson. Einnig má sjá Rihönnu, Channing Tatum, Paul Rudd og The Backstreet Boys bregða fyrir í myndinni. Að sögn Rogens og Goldbergs hafði þá alltaf dreymt um að framleiða mynd þar sem fólk léki sjálft sig. „Upphaflega hugmyndin var sú að Seth og Busta Rhymes væru að taka upp tónlistarmyndband og maurafólk úr iðrum jarðar réðist á þá,“ sagði Goldberg. This is the End hefur fengið góða dóma og fær meðal annars 83 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 8 í einkunn á Imdb.com. Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Gamanmyndin This is the End skartar mörgum af stærstu gamanstjörnum dagsins í dag í helstu hlutverkum. Myndin hefst þegar leikarinn Jay Baruchel, úr kvikmyndunum Tropic Thunder og Knocked Up, kemur til Los Angeles að heimsækja vin sinn, leikarann Seth Rogen. Félagarnir fara saman í innflutningspartí til James Franco og hitta þar fyrir fjöldann allan af leikurum, söngvurum og öðru þekktu fólki. Baruchel þekkir þó fáa í veislunni og talar Rogen inn á að rölta með sér út í búð í þeim erindagjörðum að kaupa sígarettur. Þar verða þeir vitni að því þegar nokkrir viðskiptavinir verslunarinnar eru numdir á brott af bláum geislum sem koma af himni ofan. Þetta skýtur þeim skelk í bringu og forða félagarnir sér aftur heim til Franco. Stuttu síðar hefst mikið eldregn og verður öngþveiti á götum úti. Á meðan heimurinn ferst neyðist hópurinn sem inni er að takast á við þverrandi matarbirgðir og hvert annað. Handrit og leikstjórn er í höndum Seths Rogen og Evans Goldberg, en þeir skrifuðu einnig handritið að Pinapple Express. Með helstu hlutverk fara James Franco, Jonah Hill, Seth Rogen, Jay Baruchel, Danny McBride, Craig Robinson, Michael Cera og Emma Watson. Einnig má sjá Rihönnu, Channing Tatum, Paul Rudd og The Backstreet Boys bregða fyrir í myndinni. Að sögn Rogens og Goldbergs hafði þá alltaf dreymt um að framleiða mynd þar sem fólk léki sjálft sig. „Upphaflega hugmyndin var sú að Seth og Busta Rhymes væru að taka upp tónlistarmyndband og maurafólk úr iðrum jarðar réðist á þá,“ sagði Goldberg. This is the End hefur fengið góða dóma og fær meðal annars 83 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes og 8 í einkunn á Imdb.com.
Mest lesið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira