Laufléttur lögguhasar Kristjana Arnardóttir skrifar 11. júlí 2013 10:15 Gamanmyndin The Heat var frumsýnd hér á landi í gærkvöld en myndin skartar leikkonunum Söndru Bullock og Melissu McCarthy í aðalhlutverkum. Myndin segir frá lögreglukonunum Söruh og Shannon sem eru þvingaðar til að starfa saman þrátt fyrir að eiga nánast ekkert sameiginlegt. Shannon, sem leikin er af McCarthy, er hörð í horn að taka og fer óhefðbundnar leiðir í við yfirheyrslur glæpamanna. Stöllurnar finna þó leiðir til þess að starfa saman þegar þær fá það verkefni að stöðva hættulegan eiturlyfjabarón, og útkoman verður vægast sagt skrautleg. Myndinni leikstýrði bandaríski leikstjórinn Paul Feig en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Feig leikstýrði meðal annars hinni stórskemmtilegu gamanmynd Bridesmaids, sem kom út árið 2011 og uppskar Melissa McCarthy tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Feig hefur einnig leikstýrt nokkrum þáttum af Arrested Development og The Office, sem og völdum þáttum af 30 Rock, Parks and Recreation og Mad Men. Melissa McCarthy skaust hratt fram á sjónarsviðið en hjólin fóru almennilega að snúast hjá leikkonunni í kjölfar Bridesmaids-myndarinnar. McCarthy lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Identity Thief sem kom út fyrr á árinu en hún leikur einnig í þriðju Hangover-myndinni sem var frumsýnd í vor. Sandra Bullock hefur lengi vel verið ein launahæsta leikkonan í Hollywood. Henni mun þó aðeins bregða fyrir í tveimur kvikmyndum á árinu, The Heat og vísindatryllinum Gravity. Bullock fer með aðalhlutverkið í vísindatryllinum ásamt hjartaknúsaranum George Clooney. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Gamanmyndin The Heat var frumsýnd hér á landi í gærkvöld en myndin skartar leikkonunum Söndru Bullock og Melissu McCarthy í aðalhlutverkum. Myndin segir frá lögreglukonunum Söruh og Shannon sem eru þvingaðar til að starfa saman þrátt fyrir að eiga nánast ekkert sameiginlegt. Shannon, sem leikin er af McCarthy, er hörð í horn að taka og fer óhefðbundnar leiðir í við yfirheyrslur glæpamanna. Stöllurnar finna þó leiðir til þess að starfa saman þegar þær fá það verkefni að stöðva hættulegan eiturlyfjabarón, og útkoman verður vægast sagt skrautleg. Myndinni leikstýrði bandaríski leikstjórinn Paul Feig en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Feig leikstýrði meðal annars hinni stórskemmtilegu gamanmynd Bridesmaids, sem kom út árið 2011 og uppskar Melissa McCarthy tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Feig hefur einnig leikstýrt nokkrum þáttum af Arrested Development og The Office, sem og völdum þáttum af 30 Rock, Parks and Recreation og Mad Men. Melissa McCarthy skaust hratt fram á sjónarsviðið en hjólin fóru almennilega að snúast hjá leikkonunni í kjölfar Bridesmaids-myndarinnar. McCarthy lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Identity Thief sem kom út fyrr á árinu en hún leikur einnig í þriðju Hangover-myndinni sem var frumsýnd í vor. Sandra Bullock hefur lengi vel verið ein launahæsta leikkonan í Hollywood. Henni mun þó aðeins bregða fyrir í tveimur kvikmyndum á árinu, The Heat og vísindatryllinum Gravity. Bullock fer með aðalhlutverkið í vísindatryllinum ásamt hjartaknúsaranum George Clooney.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein