Pussy Riot, Soul of America og Only God Forgives frumsýndar Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. ágúst 2013 08:00 Stilla úr Pussy Riot heimildamyndinni Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frumsýnd í Bíói Paradís í dag. Myndin er tekin upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leikstjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin. Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar, No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul-goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims. Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í Bíói Paradís á morgun. Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói. Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy (Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi. Að auki var teiknimyndin um Strumpana frumsýn í gær, en í myndinni skapar hinn illi Kjartan tvo ódæla og illkvittna Strumpa sem kallast Óþekktirnar, í von um að öðlast sanna Strumpatöfra. Hann uppgötvar fljótlega að einungis sannur Strumpur getur veitt honum það sem hann vill og bregður á það ráð að ræna Strympu. Það kemur í hlut Æðstastrumps, Klaufastrumps, Fýlustrumps og Hégómastrumps að bjarga Strympu. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Heimildarmyndin Pussy Riot: A Punk Prayer er frumsýnd í Bíói Paradís í dag. Myndin er tekin upp á sex mánuðum, og sýnir ótrúlega sögu þriggja kvenna sem skipa feminísku pönkhljómsveitina Pussy Riot. Þær fluttu verkið „Punk Prayer“ í dómkirkjunni í Moskvu, en í kjölfarið voru þær handteknar og réttarhöld hófust yfir þeim. Myndin sýnir áður óséð myndskeið frá baráttu þeirra í Rússlandi og hvernig alþjóðasamfélagið hefur brugðist við í kjölfarið. Leikstjórar eru Mike Lerner og Maxim Pozdorovkin. Í heimildarmyndinni Charles Bradley: Soul of America er soul-söngvaranum Charles Bradley fylgt eftir á meðan hann ræðst í útgáfu fyrstu plötu sinnar, No Time for Dreaming, 62 ára gamall. Fram að því hafði hann haft lifibrauð af því að flytja lög eftir soul-goðsögnina James Brown. Myndin var frumsýnd á South By Southwest-hátíðinni í Austin en hélt þaðan á allar helstu heimildarkvikmyndahátíðir heims. Myndin er í leikstjórn Poull Brien og verður sýnd í Bíói Paradís á morgun. Leikstjórinn Nicolas Winding Refn og Ryan Gosling leiða aftur saman hesta sína í kvikmyndinni Only God Forgives sem er sýnd í Laugarásbíói. Sögusvið myndarinnar er Taíland, þar sem enski glæpamaðurinn Julian (Gosling) og bróðir hans, Billy (Burke), reka saman hnefaleikaklúbb. Klúbburinn er yfirskin fyrir arðbæra smyglstarfsemi. Að auki var teiknimyndin um Strumpana frumsýn í gær, en í myndinni skapar hinn illi Kjartan tvo ódæla og illkvittna Strumpa sem kallast Óþekktirnar, í von um að öðlast sanna Strumpatöfra. Hann uppgötvar fljótlega að einungis sannur Strumpur getur veitt honum það sem hann vill og bregður á það ráð að ræna Strympu. Það kemur í hlut Æðstastrumps, Klaufastrumps, Fýlustrumps og Hégómastrumps að bjarga Strympu.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira