Sló í gegn á Sundance-hátíðinni Kristjana Arnarsdóttir skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Hinn 14 ára Duncan á í vandræðum með sjálfstraustið en eftir að hann kynnist framkvæmdastjóra vatnsrennibrautagarðsins Water Wizz fer sjálfstraustið stöðugt batnandi. Kvikmyndin The Way Way Back var frumsýnd í íslenskum bíóhúsum í gær. Myndin segir frá hinum 14 ára Duncan sem heldur af stað í ferðalag með móður sinni, stjúpsystur og stjúpföður, en það er hinn bráðskemmtilegi Steve Carrell sem fer með hlutverk stjúpföðurins. Duncan á í vandræðum með sjálfstraustið og ekki hjálpar leiðinleg framkoma stjúpans. Hann skellir sér í vatnsrennibrautagarðinn Water Wizz, kynnist þar framkvæmdastjóranum Owen og verða þeir hinir mestu mátar. Owen hjálpar honum að eiga í samskiptum við hitt kynið og rífur upp sjálfstraustið í leiðinni. Myndin er bæði skrifuð og leikstýrt af þeim Jim Rash og Nat Faxon en þeir fengu Óskarsverðlaunin árið 2011 fyrir handrit sitt að kvikmyndinni The Descendants með George Clooney í aðalhlutverki. The Way Way Back var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í vor og þótti gestum hátíðarinnar mikið til hennar koma. Vefsíðan Rottentomatoes.com segir meðal annars að leikarar myndarinnar blómstri í hlutverkum sínum og að handritið sé einkar vel skrifað. Þá fær hún 7,8 í einkunn á vefsíðunni IMDB.com. Það er hinn ungi og efnilegi Liam James sem leikur Duncan, en James leikur einnig í spennuþáttunum The Killing, bandarísku útgáfu dönsku þáttanna Forbrydelsen. Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin The Way Way Back var frumsýnd í íslenskum bíóhúsum í gær. Myndin segir frá hinum 14 ára Duncan sem heldur af stað í ferðalag með móður sinni, stjúpsystur og stjúpföður, en það er hinn bráðskemmtilegi Steve Carrell sem fer með hlutverk stjúpföðurins. Duncan á í vandræðum með sjálfstraustið og ekki hjálpar leiðinleg framkoma stjúpans. Hann skellir sér í vatnsrennibrautagarðinn Water Wizz, kynnist þar framkvæmdastjóranum Owen og verða þeir hinir mestu mátar. Owen hjálpar honum að eiga í samskiptum við hitt kynið og rífur upp sjálfstraustið í leiðinni. Myndin er bæði skrifuð og leikstýrt af þeim Jim Rash og Nat Faxon en þeir fengu Óskarsverðlaunin árið 2011 fyrir handrit sitt að kvikmyndinni The Descendants með George Clooney í aðalhlutverki. The Way Way Back var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í vor og þótti gestum hátíðarinnar mikið til hennar koma. Vefsíðan Rottentomatoes.com segir meðal annars að leikarar myndarinnar blómstri í hlutverkum sínum og að handritið sé einkar vel skrifað. Þá fær hún 7,8 í einkunn á vefsíðunni IMDB.com. Það er hinn ungi og efnilegi Liam James sem leikur Duncan, en James leikur einnig í spennuþáttunum The Killing, bandarísku útgáfu dönsku þáttanna Forbrydelsen.
Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fleiri fréttir Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira