Ráðinn í stað fransks Óskarsverðlaunahafa Freyr Bjarnason skrifar 7. september 2013 12:00 Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hollywood-tónskáldið Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones sem var frumsýnd hérlendis í gær. Hann tók við verkefninu af franska tónskáldinu Gabriel Yared, sem vann Óskars- og Grammy-verðlaunin fyrir myndina The English Patient. Einnig var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Talented Mr. Ripley og Cold Mountain. „Ég var á frumsýningunni á Hans og Grétu [Hansel & Gretel: Witch Hunters sem Atli samdi tónlistina við] og rakst á leikstjórann,“ segir Atli og á við Harald Zwart, leikstjóra The Mortal Instruments. „Hann sagðist vera að gera nýja mynd og að ég ætti að gera tónlistina. Til að gera langa sögu stutta var ég mánuði seinna kominn í þetta verkefni,“ segir Atli. Tónlist hins franska Yared þótti ekki henta myndinni nógu vel og því var Atli fenginn til að bjarga málunum. Vegna hins stutta fyrirvara hafði hann aðeins níu vikur til að semja tónlistina og taka hana upp. „Þetta voru tæplega tveir tímar af tónlist og þetta mátti ekki á tæpara standa.“ Upptökurnar fóru fram í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road í London, þar sem hann hefur áður starfað. „Þetta var frábært, eins og venjulega. Ég var í sex til sjö daga með hljómsveit og kór og þetta var í fyrsta skipti sem ég stjórna því öllu í Abbey Road. Það var gaman að feta í fótspor Edwards Elgar, Bítlanna og fleiri risa í tónlistarsögunni sem hafa tekið þar upp.“ The Mortal Instruments kostaði 60 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu og er hún dýrasta myndin sem Atli vinnur við. Hún er byggð á samnefndri metsölubók Cassöndru Clare, sem um leið er fyrsta bókin í The Mortal Instruments-bókaflokknum sem telur fimm bækur. Aðspurður segir Atli að tökur á framhaldsmynd eigi að hefjast eftir tvær vikur og líklega semur hann einnig tónlistina við hana og næstu myndir á eftir. „Það er ekki búið að ganga frá samningum en viðræður eru langt komnar.“ Hann hefur áður unnið við framhaldsmyndir og segir ákveðið öryggi í því. „En það er áskorun að halda í gömlu stefin og heiðra þau en um leið halda þessu fersku og koma með nýjar hugmyndir fyrir næstu myndir. Það er áskorun sem ég hlakka til að takast á við ef af verður.“ Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hollywood-tónskáldið Atli Örvarsson samdi tónlistina við ævintýramyndina The Mortal Instruments: City of Bones sem var frumsýnd hérlendis í gær. Hann tók við verkefninu af franska tónskáldinu Gabriel Yared, sem vann Óskars- og Grammy-verðlaunin fyrir myndina The English Patient. Einnig var hann tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Talented Mr. Ripley og Cold Mountain. „Ég var á frumsýningunni á Hans og Grétu [Hansel & Gretel: Witch Hunters sem Atli samdi tónlistina við] og rakst á leikstjórann,“ segir Atli og á við Harald Zwart, leikstjóra The Mortal Instruments. „Hann sagðist vera að gera nýja mynd og að ég ætti að gera tónlistina. Til að gera langa sögu stutta var ég mánuði seinna kominn í þetta verkefni,“ segir Atli. Tónlist hins franska Yared þótti ekki henta myndinni nógu vel og því var Atli fenginn til að bjarga málunum. Vegna hins stutta fyrirvara hafði hann aðeins níu vikur til að semja tónlistina og taka hana upp. „Þetta voru tæplega tveir tímar af tónlist og þetta mátti ekki á tæpara standa.“ Upptökurnar fóru fram í hinu sögufræga hljóðveri Abbey Road í London, þar sem hann hefur áður starfað. „Þetta var frábært, eins og venjulega. Ég var í sex til sjö daga með hljómsveit og kór og þetta var í fyrsta skipti sem ég stjórna því öllu í Abbey Road. Það var gaman að feta í fótspor Edwards Elgar, Bítlanna og fleiri risa í tónlistarsögunni sem hafa tekið þar upp.“ The Mortal Instruments kostaði 60 milljónir Bandaríkjadala í framleiðslu og er hún dýrasta myndin sem Atli vinnur við. Hún er byggð á samnefndri metsölubók Cassöndru Clare, sem um leið er fyrsta bókin í The Mortal Instruments-bókaflokknum sem telur fimm bækur. Aðspurður segir Atli að tökur á framhaldsmynd eigi að hefjast eftir tvær vikur og líklega semur hann einnig tónlistina við hana og næstu myndir á eftir. „Það er ekki búið að ganga frá samningum en viðræður eru langt komnar.“ Hann hefur áður unnið við framhaldsmyndir og segir ákveðið öryggi í því. „En það er áskorun að halda í gömlu stefin og heiðra þau en um leið halda þessu fersku og koma með nýjar hugmyndir fyrir næstu myndir. Það er áskorun sem ég hlakka til að takast á við ef af verður.“
Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira