Kvennabósi í leit að lífsfyllingu Sara McMahon skrifar 25. september 2013 23:00 Joseph Gordon-Levitt fer með hlutverk Don Jon. Þetta er jafnframt hans fyrsta leikstjórnarverkefni. Gamanmyndin Don Jon er frumraun leikarans Josephs Gordons-Levitt sem leikstjóra. Myndin segir frá Jon Martello, ungum manni sem háður er netklámi og á í vandræðum með að upplifa nánd með öðrum. Gordon-Levitt skrifaði einnig handrit myndarinnar. Það sem skiptir Martello mestu máli í lífinu er líkamsrækt, fjölskyldan, vinirnir, íbúðin hans, bíllinn, kærusturnar og síðast en ekki síst, netklámið sem hann horfir á dag hvern. Í vinahópnum gengur Martello undir nafninu Don Jon vegna kvenhylli sinnar, líf hans tekur þó óvænta stefnu þegar hann kynnist Barböru og í kjölfarið ákveður hann að taka líf sitt fastari tökum og öðlast meiri lífsfyllingu um leið.Fékk ráðgjöf frá vinum Gordon-Levitt fer með hlutverk kvennabósans Jons Martello, en hann hafði í fyrstu ætlað vini sínum, Channing Tatum, hlutverkið. Scarlett Johansson fer með hlutverk Barböru Sugarman, kærustu Martello, og Tony Danza fer með hlutverk föður söguhetjunnar. Með önnur hlutverk fara Julianna Moore, Glenne Headly og Brie Larson. Gordon-Levitt skrifaði uppkast að myndinni árið 2008 og fékk ráðgjöf frá leikstjóranum Rian Johnson við skriftirnar. Johnson og Gordon-Levitt unnu saman að gerð myndanna Brick frá 2005 og Looper frá árinu 2012. Leikstjórinn Christopher Nolan, sem leikstýrði Gordon-Hevitt í The Dark Knight Rises, varaði leikarann við því að taka einnig að sér aðalhlutverkið í Don Jon vegna álagsins sem því mundi fylgja. Don Jon hefur fengið misjafna dóma í hinum ýmsu miðlum. Myndin fær 80 prósent í einkunn á Rotten Tomatoes en aðeins 56 prósent í einkunn á Metacritic. Myndin naut vinsælda á Sundance-kvikmyndahátíðinni og þótti gagnrýnanda Entertainment Weekly myndin vera sú besta á hátíðinni. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Gamanmyndin Don Jon er frumraun leikarans Josephs Gordons-Levitt sem leikstjóra. Myndin segir frá Jon Martello, ungum manni sem háður er netklámi og á í vandræðum með að upplifa nánd með öðrum. Gordon-Levitt skrifaði einnig handrit myndarinnar. Það sem skiptir Martello mestu máli í lífinu er líkamsrækt, fjölskyldan, vinirnir, íbúðin hans, bíllinn, kærusturnar og síðast en ekki síst, netklámið sem hann horfir á dag hvern. Í vinahópnum gengur Martello undir nafninu Don Jon vegna kvenhylli sinnar, líf hans tekur þó óvænta stefnu þegar hann kynnist Barböru og í kjölfarið ákveður hann að taka líf sitt fastari tökum og öðlast meiri lífsfyllingu um leið.Fékk ráðgjöf frá vinum Gordon-Levitt fer með hlutverk kvennabósans Jons Martello, en hann hafði í fyrstu ætlað vini sínum, Channing Tatum, hlutverkið. Scarlett Johansson fer með hlutverk Barböru Sugarman, kærustu Martello, og Tony Danza fer með hlutverk föður söguhetjunnar. Með önnur hlutverk fara Julianna Moore, Glenne Headly og Brie Larson. Gordon-Levitt skrifaði uppkast að myndinni árið 2008 og fékk ráðgjöf frá leikstjóranum Rian Johnson við skriftirnar. Johnson og Gordon-Levitt unnu saman að gerð myndanna Brick frá 2005 og Looper frá árinu 2012. Leikstjórinn Christopher Nolan, sem leikstýrði Gordon-Hevitt í The Dark Knight Rises, varaði leikarann við því að taka einnig að sér aðalhlutverkið í Don Jon vegna álagsins sem því mundi fylgja. Don Jon hefur fengið misjafna dóma í hinum ýmsu miðlum. Myndin fær 80 prósent í einkunn á Rotten Tomatoes en aðeins 56 prósent í einkunn á Metacritic. Myndin naut vinsælda á Sundance-kvikmyndahátíðinni og þótti gagnrýnanda Entertainment Weekly myndin vera sú besta á hátíðinni.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira