Útlendingarnir skilja Benna Erlings Freyr Bjarnason skrifar 30. september 2013 07:30 „Þetta voru mjög heit og mikil viðbrögð, sem komu mér eiginlega á óvart. Ég get ekki verið annað en þakklátur. Útlendingar skilja mig,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri Hross í oss. Kvikmyndin var frumsýnd á hátíðinni San Sebastian á Spáni á mánudaginn við góðar undirtektir. Benedikt var þar staddur en þurfti að fljúga snemma heim ásamt leikaranum Ingvari E. Sigurðssyni vegna æfinga fyrir leikritið Jeppi á fjalli. Enska blaðið The Guardian gefur myndinni, sem kallast á engilsaxnesku Of Horses and Men, mjög góða dóma. „Sum atriðin eru ótrúlega opinská og hreint ótrúleg. Kvikmyndir sem sýna manni hluti sem maður hefur aldrei séð áður eru ekki á hverju strái. Samt tekst henni að vera viðkvæmnisleg, falleg og fyndin,“ sagði gagnrýnandinn. Hross í oss hefur verið boðið á aðalkeppnina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó, sem er ein sú stærsta í Asíu. Einnig verður hún opnunarmynd Lübeck-hátíðarinnar í Þýskalandi í nóvember og verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar. Þar fyrir utan verður Hross í oss framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. „Ég er afskaplega þakklátur öðrum kvikmyndagerðarmönnum fyrir að hafa valið okkur. Ég ætla að reyna að standa mig vel.“ Post by Lífið á Visir.is. Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Þetta voru mjög heit og mikil viðbrögð, sem komu mér eiginlega á óvart. Ég get ekki verið annað en þakklátur. Útlendingar skilja mig,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri Hross í oss. Kvikmyndin var frumsýnd á hátíðinni San Sebastian á Spáni á mánudaginn við góðar undirtektir. Benedikt var þar staddur en þurfti að fljúga snemma heim ásamt leikaranum Ingvari E. Sigurðssyni vegna æfinga fyrir leikritið Jeppi á fjalli. Enska blaðið The Guardian gefur myndinni, sem kallast á engilsaxnesku Of Horses and Men, mjög góða dóma. „Sum atriðin eru ótrúlega opinská og hreint ótrúleg. Kvikmyndir sem sýna manni hluti sem maður hefur aldrei séð áður eru ekki á hverju strái. Samt tekst henni að vera viðkvæmnisleg, falleg og fyndin,“ sagði gagnrýnandinn. Hross í oss hefur verið boðið á aðalkeppnina á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó, sem er ein sú stærsta í Asíu. Einnig verður hún opnunarmynd Lübeck-hátíðarinnar í Þýskalandi í nóvember og verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í janúar. Þar fyrir utan verður Hross í oss framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. „Ég er afskaplega þakklátur öðrum kvikmyndagerðarmönnum fyrir að hafa valið okkur. Ég ætla að reyna að standa mig vel.“ Post by Lífið á Visir.is.
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein