Brá þegar hann sá stikluna Freyr Bjarnason skrifar 10. október 2013 08:15 „Mér brá þegar ég sá stikluna. Áður en hún er skoðuð á Youtube er mynd af okkur tveimur, þetta var svo absúrd,“ segir leikarinn Gunnar Helgason. Hann er einn þriggja Íslendinga sem koma við sögu í stiklu nýjustu myndar Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem var að hluta til tekin upp hér á landi. „Það má ekki blikka þegar maður horfir á stikluna, þá missir fólk af mér,“ segir hann og hlær. Aðrir sem sjást í sýnishorninu eru Ólafur Darri Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson. Ari Matthíasson leikur einnig í myndinni. Gunnar leikur hótelstarfsmann í myndinni og segir tökurnar hafa verið ótrúlegt ævintýri. „Ég held ég nái alveg upp í tvær mínútur í myndinni. Ég bjarga honum [Stiller] á síðustu stundu, án þess að ég vilji gefa upp plottið,“ segir hann. „Þetta var alveg svakalega gaman og ég er ótrúlega glaður og ánægður að vera beðinn um að leika í henni.“ Að sögn Gunnars er þetta Hollywood-hlutverk stærra en hann hefur farið með í íslenskum myndum. Eftir að tökum lauk á „Mitty“ lék hann í Ófeigur gengur aftur þar sem hann sagði ekki eitt aukatekið orð. Áður hafði hann farið með lítið hlutverk í Gauragangi. Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Mér brá þegar ég sá stikluna. Áður en hún er skoðuð á Youtube er mynd af okkur tveimur, þetta var svo absúrd,“ segir leikarinn Gunnar Helgason. Hann er einn þriggja Íslendinga sem koma við sögu í stiklu nýjustu myndar Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem var að hluta til tekin upp hér á landi. „Það má ekki blikka þegar maður horfir á stikluna, þá missir fólk af mér,“ segir hann og hlær. Aðrir sem sjást í sýnishorninu eru Ólafur Darri Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson. Ari Matthíasson leikur einnig í myndinni. Gunnar leikur hótelstarfsmann í myndinni og segir tökurnar hafa verið ótrúlegt ævintýri. „Ég held ég nái alveg upp í tvær mínútur í myndinni. Ég bjarga honum [Stiller] á síðustu stundu, án þess að ég vilji gefa upp plottið,“ segir hann. „Þetta var alveg svakalega gaman og ég er ótrúlega glaður og ánægður að vera beðinn um að leika í henni.“ Að sögn Gunnars er þetta Hollywood-hlutverk stærra en hann hefur farið með í íslenskum myndum. Eftir að tökum lauk á „Mitty“ lék hann í Ófeigur gengur aftur þar sem hann sagði ekki eitt aukatekið orð. Áður hafði hann farið með lítið hlutverk í Gauragangi.
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein