Brá þegar hann sá stikluna Freyr Bjarnason skrifar 10. október 2013 08:15 „Mér brá þegar ég sá stikluna. Áður en hún er skoðuð á Youtube er mynd af okkur tveimur, þetta var svo absúrd,“ segir leikarinn Gunnar Helgason. Hann er einn þriggja Íslendinga sem koma við sögu í stiklu nýjustu myndar Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem var að hluta til tekin upp hér á landi. „Það má ekki blikka þegar maður horfir á stikluna, þá missir fólk af mér,“ segir hann og hlær. Aðrir sem sjást í sýnishorninu eru Ólafur Darri Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson. Ari Matthíasson leikur einnig í myndinni. Gunnar leikur hótelstarfsmann í myndinni og segir tökurnar hafa verið ótrúlegt ævintýri. „Ég held ég nái alveg upp í tvær mínútur í myndinni. Ég bjarga honum [Stiller] á síðustu stundu, án þess að ég vilji gefa upp plottið,“ segir hann. „Þetta var alveg svakalega gaman og ég er ótrúlega glaður og ánægður að vera beðinn um að leika í henni.“ Að sögn Gunnars er þetta Hollywood-hlutverk stærra en hann hefur farið með í íslenskum myndum. Eftir að tökum lauk á „Mitty“ lék hann í Ófeigur gengur aftur þar sem hann sagði ekki eitt aukatekið orð. Áður hafði hann farið með lítið hlutverk í Gauragangi. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Mér brá þegar ég sá stikluna. Áður en hún er skoðuð á Youtube er mynd af okkur tveimur, þetta var svo absúrd,“ segir leikarinn Gunnar Helgason. Hann er einn þriggja Íslendinga sem koma við sögu í stiklu nýjustu myndar Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem var að hluta til tekin upp hér á landi. „Það má ekki blikka þegar maður horfir á stikluna, þá missir fólk af mér,“ segir hann og hlær. Aðrir sem sjást í sýnishorninu eru Ólafur Darri Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson. Ari Matthíasson leikur einnig í myndinni. Gunnar leikur hótelstarfsmann í myndinni og segir tökurnar hafa verið ótrúlegt ævintýri. „Ég held ég nái alveg upp í tvær mínútur í myndinni. Ég bjarga honum [Stiller] á síðustu stundu, án þess að ég vilji gefa upp plottið,“ segir hann. „Þetta var alveg svakalega gaman og ég er ótrúlega glaður og ánægður að vera beðinn um að leika í henni.“ Að sögn Gunnars er þetta Hollywood-hlutverk stærra en hann hefur farið með í íslenskum myndum. Eftir að tökum lauk á „Mitty“ lék hann í Ófeigur gengur aftur þar sem hann sagði ekki eitt aukatekið orð. Áður hafði hann farið með lítið hlutverk í Gauragangi.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira