Tom Hardy hættur við Everest 23. október 2013 23:00 Tom Hardy er hættur við að fara með hlutverk í kvikmynd um fjallgöngumanninn George Mallory. Nordicphotos/getty Tvær kvikmyndir sem fjalla um baráttu manns við Everst, hæsta fjall veraldar, eru nú í bígerð. Önnur kvikmyndin er í leikstjórn Baltasars Kormáks og framleidd af kvikmyndaverinu Universal, hin er framleidd af Sony og er leikstýrt af Doug Liman, leikstjóra The Bourne Identity. Síðarnefnda myndin fjallar um ævintýri breska fjallgöngumannsins George Mallory, sem lést árið 1924, og átti breski leikarinn Tom Hardy að fara með hlutverk Mallorys. Hardy getur ekki tekið að sér hlutverkið vegna anna og þykir líklegt að Benedict Cumberbatch komi í hans stað. Aðrir sem koma til greina í hlutverkið eru Joel Kinnaman, James McAvoy, Tom Hiddleston, Henry Cavill, Luke Evans og Jim Sturgess. Kvikmynd Baltasars segir frá því þegar átta fjallgöngumenn létust í byl á fjallinu í maí árið 2006. Leikstjórinn dvaldi í Nepal í byrjun mánaðarins í leit að tökustöðum, en tökur á myndinni eiga að hefjast í næsta mánuði samkvæmt frétt Deadline. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tvær kvikmyndir sem fjalla um baráttu manns við Everst, hæsta fjall veraldar, eru nú í bígerð. Önnur kvikmyndin er í leikstjórn Baltasars Kormáks og framleidd af kvikmyndaverinu Universal, hin er framleidd af Sony og er leikstýrt af Doug Liman, leikstjóra The Bourne Identity. Síðarnefnda myndin fjallar um ævintýri breska fjallgöngumannsins George Mallory, sem lést árið 1924, og átti breski leikarinn Tom Hardy að fara með hlutverk Mallorys. Hardy getur ekki tekið að sér hlutverkið vegna anna og þykir líklegt að Benedict Cumberbatch komi í hans stað. Aðrir sem koma til greina í hlutverkið eru Joel Kinnaman, James McAvoy, Tom Hiddleston, Henry Cavill, Luke Evans og Jim Sturgess. Kvikmynd Baltasars segir frá því þegar átta fjallgöngumenn létust í byl á fjallinu í maí árið 2006. Leikstjórinn dvaldi í Nepal í byrjun mánaðarins í leit að tökustöðum, en tökur á myndinni eiga að hefjast í næsta mánuði samkvæmt frétt Deadline.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira