Breytendur í Kenýa Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar 30. október 2013 07:00 Hér má sjá hópinn sem tók þátt í alþjóðaráðstefnunni í Kenýa. Ólöf Rún er fyrir miðju myndar. Ólöf Rún Benediktsdóttir er nýkomin heim frá Kenýa, en hún var þar á vegum samtakanna Changemaker International. Samtökin eru rekin af ungu fólki fyrir ungt fólk og vinnur með vandamál sem tengjast misskiptingu auðs í heiminum. Íslenski hluti samtakanna gengur einnig undir nafninu Breytendur.Changemaker hreyfingarnar Svokallaðar Changemaker hreyfingar eru sjö talsins. Sú upprunalega er í Noregi, en svo eru sambærilegar hreyfingar í Finnlandi, Hollandi, Ungverjalandi, Pakistan, Kenýa og á Íslandi. Árlega heldur ein þessara hreyfinga alþjóðafund og í ár var komið að Kenýa. Fundargestum var einnig boðið á ráðstefnu um hlýnun jarðar og virkjun ungs fólks eða „youth mobilization“, en það eru stærstu umfjöllunarefni Changemaker hreyfingarinnar þar í landi. „Það var mjög áhugavert að sjá hvernig tekið er á þessum málefnum þarna úti, en það er mikið unnið með landgræðslu og grænan landbúnað. Hreyfingarnar á Norðurlöndunum vinna aftur á móti meira með þrýstihópastarfsemi og vitundarvakningu,“ segir Ólöf.Verndun dýrategunda Hún segir auk þess mörg áhugaverð verkefni er varða dýra- og umhverfisvernd vera starfrækt í Kenýa. „Ég kynntist til dæmis konu sem er náttúrulífsfræðingur og vinnur við að rannsaka erfðaefni villtu dýranna í Kenýa með Kenya Wildlife Services. Hún sagði mér frá vettvangsferðum þar sem þau skjóta deifilyfjum í villt dýr til að svæfa þau, fara síðan að þeim og búa um sár, lækna sjúkdóma eða annað og sleppa þeim síðan aftur. Þetta er eitt ótal verkefna sem starfrækt eru í Kenýa til að vernda sjaldgæfar dýrategundir.“ótrúleg reynsla Ólöf Rún Benediktsdóttir var í Kenýa á vegum Changemaker International hreyfingarinnar. Hér er hún ásamt Redemptha William, frá Tansaníu.Menningarsjokk Hún segist hafa upplifað talsvert menningarsjokk við komuna. „Það er ótrúlegt að koma inn í samfélag þar sem vatnsklósett og varanlegar byggingar eru munaður. Stór hluti samfélagsins býr í hrörlegum bárujárnsskúrum sem varla væru notaðir sem verkfærakompur heima. Barir, bankar og lögreglustöðvar er allt rekið úr örsmáum kofum,“ útskýrir Ólöf og bætir við að Kenýabúar séu almennt heiðarlegir og hjálplegir. „Sumir geta orðið soldið ágengir í sölumennskunni en það venst fljótt, maður segir bara nei takk og brosir. Ég átti mjög skemmtilegan dag þegar ég labbaði inn í þorp sem heitir Kongoni og er við Navaisha vatnið í suðurhluta Kenýa. Um leið og ég kom inní þorpið kölluðu nokkrir ungir menn á mig „Mazungu“, sem þýðir hvítur maður á swahili, og spurðu mig hvert ég væri að fara. Ég sagði þeim að ég ætlaði að kíkja á barinn til að leita skjóls frá rigningunni sem var að byrja. Þá leiddu þeir mig að bárujárnsskúr, stugguðu geitunum frá hurðinni og þar var barinn! Þeir vildu selja mér far heim með svokölluðum Piki-piki, sem er mótorhjólataxi. Ég afþakkaði það pent, ég vildi frekar ganga heim og fylgjast með gíröffunum og sebrahestunum á leiðinni. Í staðinn bauð ég þeim upp á bjór. Þeir voru mjög ánægðir með það og sögðu mér ýmislegt um lífið í Kenya á bjagaðri ensku.“ Ólöf segist hafa lært margt um menningu Kenýa á ferðalagi sínu. „Kenýabúar eru margir hlynntir skipulögðum hjónaböndum, fjölkvæni er löglegt hér og kvenréttindi eru skammt á veg komin, þótt margt hafi unnist á síðustu árum. Hommar eru heldur ekki kúl.“Breytendur Íslenski hluti Changemaker hreyfingarinnar kallar sig Breytendur og áhugasömum er bent á heimasíðu hennar www.changemaker.is. Loftslagsmál Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Ólöf Rún Benediktsdóttir er nýkomin heim frá Kenýa, en hún var þar á vegum samtakanna Changemaker International. Samtökin eru rekin af ungu fólki fyrir ungt fólk og vinnur með vandamál sem tengjast misskiptingu auðs í heiminum. Íslenski hluti samtakanna gengur einnig undir nafninu Breytendur.Changemaker hreyfingarnar Svokallaðar Changemaker hreyfingar eru sjö talsins. Sú upprunalega er í Noregi, en svo eru sambærilegar hreyfingar í Finnlandi, Hollandi, Ungverjalandi, Pakistan, Kenýa og á Íslandi. Árlega heldur ein þessara hreyfinga alþjóðafund og í ár var komið að Kenýa. Fundargestum var einnig boðið á ráðstefnu um hlýnun jarðar og virkjun ungs fólks eða „youth mobilization“, en það eru stærstu umfjöllunarefni Changemaker hreyfingarinnar þar í landi. „Það var mjög áhugavert að sjá hvernig tekið er á þessum málefnum þarna úti, en það er mikið unnið með landgræðslu og grænan landbúnað. Hreyfingarnar á Norðurlöndunum vinna aftur á móti meira með þrýstihópastarfsemi og vitundarvakningu,“ segir Ólöf.Verndun dýrategunda Hún segir auk þess mörg áhugaverð verkefni er varða dýra- og umhverfisvernd vera starfrækt í Kenýa. „Ég kynntist til dæmis konu sem er náttúrulífsfræðingur og vinnur við að rannsaka erfðaefni villtu dýranna í Kenýa með Kenya Wildlife Services. Hún sagði mér frá vettvangsferðum þar sem þau skjóta deifilyfjum í villt dýr til að svæfa þau, fara síðan að þeim og búa um sár, lækna sjúkdóma eða annað og sleppa þeim síðan aftur. Þetta er eitt ótal verkefna sem starfrækt eru í Kenýa til að vernda sjaldgæfar dýrategundir.“ótrúleg reynsla Ólöf Rún Benediktsdóttir var í Kenýa á vegum Changemaker International hreyfingarinnar. Hér er hún ásamt Redemptha William, frá Tansaníu.Menningarsjokk Hún segist hafa upplifað talsvert menningarsjokk við komuna. „Það er ótrúlegt að koma inn í samfélag þar sem vatnsklósett og varanlegar byggingar eru munaður. Stór hluti samfélagsins býr í hrörlegum bárujárnsskúrum sem varla væru notaðir sem verkfærakompur heima. Barir, bankar og lögreglustöðvar er allt rekið úr örsmáum kofum,“ útskýrir Ólöf og bætir við að Kenýabúar séu almennt heiðarlegir og hjálplegir. „Sumir geta orðið soldið ágengir í sölumennskunni en það venst fljótt, maður segir bara nei takk og brosir. Ég átti mjög skemmtilegan dag þegar ég labbaði inn í þorp sem heitir Kongoni og er við Navaisha vatnið í suðurhluta Kenýa. Um leið og ég kom inní þorpið kölluðu nokkrir ungir menn á mig „Mazungu“, sem þýðir hvítur maður á swahili, og spurðu mig hvert ég væri að fara. Ég sagði þeim að ég ætlaði að kíkja á barinn til að leita skjóls frá rigningunni sem var að byrja. Þá leiddu þeir mig að bárujárnsskúr, stugguðu geitunum frá hurðinni og þar var barinn! Þeir vildu selja mér far heim með svokölluðum Piki-piki, sem er mótorhjólataxi. Ég afþakkaði það pent, ég vildi frekar ganga heim og fylgjast með gíröffunum og sebrahestunum á leiðinni. Í staðinn bauð ég þeim upp á bjór. Þeir voru mjög ánægðir með það og sögðu mér ýmislegt um lífið í Kenya á bjagaðri ensku.“ Ólöf segist hafa lært margt um menningu Kenýa á ferðalagi sínu. „Kenýabúar eru margir hlynntir skipulögðum hjónaböndum, fjölkvæni er löglegt hér og kvenréttindi eru skammt á veg komin, þótt margt hafi unnist á síðustu árum. Hommar eru heldur ekki kúl.“Breytendur Íslenski hluti Changemaker hreyfingarinnar kallar sig Breytendur og áhugasömum er bent á heimasíðu hennar www.changemaker.is.
Loftslagsmál Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið