XL heillar Evrópubúa 8. nóvember 2013 08:30 Marteinn verður á ferðalagi næstu átta daga. Fréttablaðið/Stefán „Ég er að fara á þrjár hátíðir í röð. Ég byrja á hátíð í Vilnius í Litháen á hátíð fyrir norrænar myndir. Því næst fer ég á kvikmyndhátíðina í Cork á Írlandi og enda á hátíð í Segovia á Spáni,“ segir Marteinn Þórsson, leikstjóri kvikmyndarinnar XL. Myndin hefur farið víða og meðal annars verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kænugarði, Björgvin og Calgary uppá síðkastið. Marteinn skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt Guðmundi Óskarssyni en aðalhlutverk voru í höndum Ólafs Darra Ólafssonar og Maríu Birtu. Marteinn flaug til Vilnius snemma í morgun en gerir sér ekki miklar vonir um verðlaun.XL fer vel í útlendinga.„Það eru næg verðlaun fyrir mig að komast á þessar hátíðir. Það heldur lífi í myndinni. Ég læt Benedikt Erlingsson um að vinna stærstu verðlaunin. Við erum búin að gera samning við sölufyrirtækið Cinema Vault sem ætlar að selja myndina og hún er nú þegar komin í dreifingu í Bandaríkjunum. Hún er búin að gera það ágætt þessi litla mynd,“ segir Marteinn. Hann verður á faraldsfæti í átta daga og ferðalögin taka á. Hann er því með góða hugmynd um hver ætti að vera andlit íslenskra kvikmynda á erlendri grundu. „Okkur er boðið á þessar hátíðir af erlendum aðilum til að kynna menningu og þjóð. Mér finnst að Vigdís Hauksdóttir ætti að vera almannatengill kvikmyndagerðarmanna á Íslandi.“ Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Ég er að fara á þrjár hátíðir í röð. Ég byrja á hátíð í Vilnius í Litháen á hátíð fyrir norrænar myndir. Því næst fer ég á kvikmyndhátíðina í Cork á Írlandi og enda á hátíð í Segovia á Spáni,“ segir Marteinn Þórsson, leikstjóri kvikmyndarinnar XL. Myndin hefur farið víða og meðal annars verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kænugarði, Björgvin og Calgary uppá síðkastið. Marteinn skrifaði einnig handrit myndarinnar ásamt Guðmundi Óskarssyni en aðalhlutverk voru í höndum Ólafs Darra Ólafssonar og Maríu Birtu. Marteinn flaug til Vilnius snemma í morgun en gerir sér ekki miklar vonir um verðlaun.XL fer vel í útlendinga.„Það eru næg verðlaun fyrir mig að komast á þessar hátíðir. Það heldur lífi í myndinni. Ég læt Benedikt Erlingsson um að vinna stærstu verðlaunin. Við erum búin að gera samning við sölufyrirtækið Cinema Vault sem ætlar að selja myndina og hún er nú þegar komin í dreifingu í Bandaríkjunum. Hún er búin að gera það ágætt þessi litla mynd,“ segir Marteinn. Hann verður á faraldsfæti í átta daga og ferðalögin taka á. Hann er því með góða hugmynd um hver ætti að vera andlit íslenskra kvikmynda á erlendri grundu. „Okkur er boðið á þessar hátíðir af erlendum aðilum til að kynna menningu og þjóð. Mér finnst að Vigdís Hauksdóttir ætti að vera almannatengill kvikmyndagerðarmanna á Íslandi.“
Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein