Orðljótum notendum refsað Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2013 07:00 Fyrstu Xbox One vélarnar í Bandaríkjunum voru afhentar á útgáfuhátíð í New York síðasta föstudag. Fréttablaðið/AP Microsoft hefur eftirlit með skrám sem notendur Xbox One leikjatölvunnar hlaða á sameiginlegan vef eða deila sín á milli. Fram kemur í umfjöllun BBC að skrár með „mjög ljótu orðbragði“ verði fjarlægðar og einhver virkni í tölvum eigenda þeirra kunni að verða gerð óvirk. Allar skrár sem sendar eru á svokallað Upload Studio sæta eftirliti þannig að haldið verði við öruggu og heilnæmu leikjaumhverfi, segir fyrirtækið. Ekki er fylgst með beinum samskiptum á milli leikmanna (peer-to-peer) svo sem Skype spjalli eða samtölum. Xbox Live, sem gerir notendum kleift að hlaða upp margmiðlunarskrám, þar á meðal hreyfimyndum sem þeir hafa búið til auk þess að taka þátt í fjölspilun á netinu, var til staðar á fyrri útgáfum Xbox leikjatölfunnar, en Microsoft segir að nýja Xbox One tölvan, sem fór í sölu víða um heim fyrir helgi, hafi þróaðra kerfi til að fylgjast með því að öllum reglum sem framfylgt. Svipuð þjónusta sem nefnist Twitch, þar sem fólk getur spjallað og deilt skrám, er tengd nýju Playstation 4 tölvunni sem fer í sölu hér á landi eftir áramót og í Bretlandi í lok mánaðarins. Þar er líka eftirlit með því efni sem notendur deila. Leikjavísir Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Microsoft hefur eftirlit með skrám sem notendur Xbox One leikjatölvunnar hlaða á sameiginlegan vef eða deila sín á milli. Fram kemur í umfjöllun BBC að skrár með „mjög ljótu orðbragði“ verði fjarlægðar og einhver virkni í tölvum eigenda þeirra kunni að verða gerð óvirk. Allar skrár sem sendar eru á svokallað Upload Studio sæta eftirliti þannig að haldið verði við öruggu og heilnæmu leikjaumhverfi, segir fyrirtækið. Ekki er fylgst með beinum samskiptum á milli leikmanna (peer-to-peer) svo sem Skype spjalli eða samtölum. Xbox Live, sem gerir notendum kleift að hlaða upp margmiðlunarskrám, þar á meðal hreyfimyndum sem þeir hafa búið til auk þess að taka þátt í fjölspilun á netinu, var til staðar á fyrri útgáfum Xbox leikjatölfunnar, en Microsoft segir að nýja Xbox One tölvan, sem fór í sölu víða um heim fyrir helgi, hafi þróaðra kerfi til að fylgjast með því að öllum reglum sem framfylgt. Svipuð þjónusta sem nefnist Twitch, þar sem fólk getur spjallað og deilt skrám, er tengd nýju Playstation 4 tölvunni sem fer í sölu hér á landi eftir áramót og í Bretlandi í lok mánaðarins. Þar er líka eftirlit með því efni sem notendur deila.
Leikjavísir Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira