Íslenskri kvikmyndagerð gerð skil á Gautaborgarhátíðinni 5. desember 2013 10:00 Baltasar Kormákur hlýtur fyrstu heiðursverðlaun hátíðarinnar. AFP/NordicPhotos „Það skal ósagt látið hvort efnahagserfiðleikar Íslands hafi orðið til þess að sköpunarkraftur kvikmyndagerðarfólks á Íslandi hefur blómstrað, en staðreyndin er sú að í ár hafa margar vel gerðar, frumlegar og listrænar myndir komið þaðan. Myndirnar búa yfir sérstökum, íslenskum einkennum sem sett eru fram á ferskan og persónulegan hátt,“ segir í yfirlýsingu frá Gautaborgarhátíðinni, sem er stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Hátíðin í ár kemur til með að gefa íslenskri kvikmyndagerð sérstakan gaum, en kvikmyndirnar Hross í oss, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, og Málmhaus, í leikstjórn Ragnars Bragasonar, keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar. Þá hlýtur Baltasar Kormákur sérstök heiðursverðlaun hátíðarinnar. Gautaborgarhátíðin er haldin snemma á næsta ári, þann 24. janúar til 3. febrúar, og á dagskránni er meðal annars sérstök yfirlitssýning frá Íslandi, þar sem nokkrar íslenskar kvikmyndir síðastliðinna tuttugu ára verða sýndar, meðal annars 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák, Bíódagar eftir Friðrik Þór Friðriksson og Sveitabrúðkaup eftir Valdísi Óskarsdóttur. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Það skal ósagt látið hvort efnahagserfiðleikar Íslands hafi orðið til þess að sköpunarkraftur kvikmyndagerðarfólks á Íslandi hefur blómstrað, en staðreyndin er sú að í ár hafa margar vel gerðar, frumlegar og listrænar myndir komið þaðan. Myndirnar búa yfir sérstökum, íslenskum einkennum sem sett eru fram á ferskan og persónulegan hátt,“ segir í yfirlýsingu frá Gautaborgarhátíðinni, sem er stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Hátíðin í ár kemur til með að gefa íslenskri kvikmyndagerð sérstakan gaum, en kvikmyndirnar Hross í oss, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, og Málmhaus, í leikstjórn Ragnars Bragasonar, keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar. Þá hlýtur Baltasar Kormákur sérstök heiðursverðlaun hátíðarinnar. Gautaborgarhátíðin er haldin snemma á næsta ári, þann 24. janúar til 3. febrúar, og á dagskránni er meðal annars sérstök yfirlitssýning frá Íslandi, þar sem nokkrar íslenskar kvikmyndir síðastliðinna tuttugu ára verða sýndar, meðal annars 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák, Bíódagar eftir Friðrik Þór Friðriksson og Sveitabrúðkaup eftir Valdísi Óskarsdóttur.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein