Myndin sem breytir markaðssetningu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 09:00 Kvikmyndin Anchorman 2: The Legend Continues er frumsýnd hér á landi á föstudag en hún er framhald myndarinnar Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem gerði allt vitlaust þegar hún var frumsýnd sumarið 2004. Will Ferrell leikur fréttahaukinn Ron Burgundy eins og í fyrri myndinni og hefur karakterinn verið mjög áberandi á hinum ýmsu miðlum í aðdraganda frumsýningarinnar. Ron hefur leikið í auglýsingum fyrir bíla hjá Dodge og lesið fréttir á alvöru fréttastofu svo fá dæmi séu tekin. Markaðsgúrúar vestan hafs halda því fram að kynningarherferð fyrir Anchorman 2 muni líklega breyta því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar í framtíðinni. Will Ferrell er ekki sammála eins og kemur fram í viðtali við hann í Hollywood Reporter. „Þetta var blanda af því að þeir hjá Paramount voru spenntir fyrir því að gera alls konar nýja hluti á Internetinu og við fengum frábært tækifæri hjá Dodge. Ég var viljugur til að gera ýmislegt í karakter. Ég elska fréttirnar sem segja að þessi herferð breyti því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar en ég held að leikarar verði ekki jafn viljugir og ég til að vera í karakter. Ég held að þeim líði ekki vel með það.“ Paramount einbeitti sér líka að markaðssetningu erlendis því þó fyrsta myndin um Ron hafi skilað 85 milljónum dollara, tæplega tíu milljörðum króna, í kassann þá þénaði hún aðeins fimm milljónir dollara, tæplega sex hundruð milljónir króna, utan Bandaríkjanna.Í nýju myndinni er Ron boðið að gerast fréttaþulur á glænýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem er jafnframt fyrsta fréttastöðin sem sendir út 24 klukkutíma á sólarhring. Ron ákveður að þekkjast boðið og heldur til New York með veðurfræðingnum einfalda Brick, söguskoðaranum Brian og íþróttafréttamanninum Champ Kid. Eiginkona Ron, Veronica Corningstone, er að sjálfsögðu ekki langt undan. Með aðalhlutverk sem fyrr fara Will Ferrell, Steve Carell, David Koechner, Paul Rudd og Christina Applegate. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndin Anchorman 2: The Legend Continues er frumsýnd hér á landi á föstudag en hún er framhald myndarinnar Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem gerði allt vitlaust þegar hún var frumsýnd sumarið 2004. Will Ferrell leikur fréttahaukinn Ron Burgundy eins og í fyrri myndinni og hefur karakterinn verið mjög áberandi á hinum ýmsu miðlum í aðdraganda frumsýningarinnar. Ron hefur leikið í auglýsingum fyrir bíla hjá Dodge og lesið fréttir á alvöru fréttastofu svo fá dæmi séu tekin. Markaðsgúrúar vestan hafs halda því fram að kynningarherferð fyrir Anchorman 2 muni líklega breyta því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar í framtíðinni. Will Ferrell er ekki sammála eins og kemur fram í viðtali við hann í Hollywood Reporter. „Þetta var blanda af því að þeir hjá Paramount voru spenntir fyrir því að gera alls konar nýja hluti á Internetinu og við fengum frábært tækifæri hjá Dodge. Ég var viljugur til að gera ýmislegt í karakter. Ég elska fréttirnar sem segja að þessi herferð breyti því hvernig kvikmyndir eru markaðssettar en ég held að leikarar verði ekki jafn viljugir og ég til að vera í karakter. Ég held að þeim líði ekki vel með það.“ Paramount einbeitti sér líka að markaðssetningu erlendis því þó fyrsta myndin um Ron hafi skilað 85 milljónum dollara, tæplega tíu milljörðum króna, í kassann þá þénaði hún aðeins fimm milljónir dollara, tæplega sex hundruð milljónir króna, utan Bandaríkjanna.Í nýju myndinni er Ron boðið að gerast fréttaþulur á glænýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem er jafnframt fyrsta fréttastöðin sem sendir út 24 klukkutíma á sólarhring. Ron ákveður að þekkjast boðið og heldur til New York með veðurfræðingnum einfalda Brick, söguskoðaranum Brian og íþróttafréttamanninum Champ Kid. Eiginkona Ron, Veronica Corningstone, er að sjálfsögðu ekki langt undan. Með aðalhlutverk sem fyrr fara Will Ferrell, Steve Carell, David Koechner, Paul Rudd og Christina Applegate.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp