Vinsælustu eftirréttirnir 2013 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 31. desember 2013 08:00 Dröfn er fjögurra barna móðir og hefur gaman af því að spá í uppskriftir. Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og geislafræðingur heldur úti blogginu Eldhússögur, eldhussogur.com. Hún hefur tekið saman lista yfir vinsælustu eftirrétti ársins 2013. Á toppinum trónir Snickers-kakan sem hefur vakið mikla lukku meðal landsmanna. Í öðru sæti er karamellumarengsterta og í því þriðja klassísk, frönsk súkkulaðikaka. Í fjórða sæti er svo súkkulaðikaka með Pipp-karamellukremi. Fréttablaðið birtir hér fjóra vinsælustu réttina og vonar Dröfn að uppskriftirnar geti veitt landsmönnum innblástur fyrir eftirréttina á gamlárskvöld.Snickerskakan fór eins og eldur um sinu um internetið á árinu.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir1. Snickers-kaka4 egg4,5 dl sykur2 tsk. vanillusykur8 msk. kakó3 dl hveiti200 g smjör, brætt100 g Pipp-súkkulaði með karamellu (má sleppa)Krem2 dl salthnetur200 g rjómasúkkulaði Ofninn hitaður í 175°C, undir- og yfirhita, og ca. 26 cm smelluform smurt að innan. Smjörið brætt og látið kólna dálítið. Egg og sykur þeytt saman. Því næst er vanillusykur, kakó, brætt smjör og hveiti hrært út í. Deiginu er hellt í bökunarformið og Pipp-molunum þrýst ofan í deigið hér og þar. Því næst er kakan bökuð í miðjum ofni við 175°C (undir- og yfirhita) í 30 til 40 mínútur, kakan á að vera blaut í miðjunni. (Í mínum ofni dugði 30 mínútna bökunartími en hjá sumum hefur kakan verið of blaut eftir 30 mínútur – það þarf að finna út rétta tímann fyrir hvern ofn og fylgjast vel með kökunni. Athugið að hitinn er gefinn upp fyrir undir- og yfirhita, sami hiti á blæstri er í raun hærri hiti.) Á meðan er rjómasúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og hnetunum bætt út í þegar súkkulaðið hefur bráðnað. Þegar kakan er komin úr ofninum og hefur kólnað dálítið er kreminu hellt yfir kökuna og hún kæld í minnst tvo tíma áður en hún er borin fram með þeyttum rjóma.Marengskakan svíkur engan.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir2. Karamellu- marengstertaMarengs2-3 bollar Rice Krispies (eða Corn Flakes)2 dl sykur1 dl púðursykur4 eggjahvítur Ofn hitaður í 120°C við blástur (ef baka á báða botnana samtímis) eða 130°C við undir- og yfirhita. Eggjahvítur, púðursykur og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Rice Krispies bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hvor helmingur settur á sinn hring. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50-60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.Rjómafylling5 dl rjómi200 g Nóa-kropp með karamellubragði (eða þetta hefðbundna)1 askja fersk jarðarber skorin í bita og/eða bláber (má sleppa en ég mæli með því að hafa ber!) Rjóminn er þeyttur og Nóa-kroppinu ásamt berjunum er bætt út í rjómann. Blandan er svo sett á milli marengsbotnanna.Rolokremca. 2½ rúlla af Rolo (ég keypti 3 rúllur í pakka og skreytti tertuna með hálfu rúllunni sem eftir var)50 g suðusúkkulaðiörlítill rjómi til að þynna kremið Suðusúkkulaðið brotið niður í skál og Roloinu bætt út í. Brætt yfir vatnsbaði, ef þess þarf þá er hægt að þynna blönduna með dálitlu af rjóma. Kreminu er svo hellt yfir tertuna. Það er fallegt að skreyta hana með jarðarberjum eða hindberjum, nokkrum niðurskornum Rolobitum og rifnu suðusúkkulaði. Tertan er geymd í ísskáp og er langbest daginn eftir þegar hún hefur fengið að brjóta sig.Frönsk súkkulaðikaka á upp á pallborðið hjá mörgum.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir3. Frönsk súkkulaðitertaBotn2 dl sykur200 g smjör200 g suðusúkkulaði1 dl hveiti4 stk. egg Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi (ath. ekki lausbotna) við 170°C í 30 mínútur.Súkkulaðikrem150 g suðusúkkulaði70 g smjör2-3 msk. síróp Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað. Kakan á að vera blaut í miðjunni. Gott er að bera kökuna fram með rjóma eða ís og berjum, til dæmis jarðarberjum, hindberjum eða bláberjum.Súkkulaðikakan með Pipp-karamellukreminu er góð með jarðarberjum.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir4. Súkkulaðikaka með Pipp-karamellukremi250 g suðusúkkulaði180 g smjör2 tsk. Neskaffi, kaffiduft mulið, t.d. í mortéli (má sleppa)2 dl sykur4 egg2 tsk. vanillusykur½ tsk. lyftiduft½ dl hveiti (má nota maísenamjöl fyrir glútenfría köku)Krem25 g smjör½ dl rjómi200 g Pipp með karamellukremi (selt í 100 g plötum) eða með piparmyntu Ofninn hitaður í 175°C. Smelluform (24 cm) smurt að innan. Súkkulaði brotið niður í pott ásamt smjöri, brætt við vægan hita og hrært í á meðan. Potturinn tekinn af hellunni og blandan látin kólna dálítið. Neskaffi mulið mjög smátt (ég gerði það í mortéli) og því bætt út í ásamt sykri og eggjum, hrært vel með písk þar til blandan er slétt. Hveiti, vanillusykri og lyftidufti blandað saman og sigtað ofan í pottinn. Hrært þar til blandan er slétt. Deiginu er hellt í smurt bökunarform og bakað í ca. 45-50 mínútur neðarlega í ofninum. Fylgist vel með kökunni, hún má vera blaut í miðjunni.Krem Hráefnið í kremið sett saman í pott og brætt við vægan hita, hrært þar til Pipp-súkkulaðið er bráðnað og kremið er slétt og glansandi. Potturinn tekinn af hellunni. Þegar kakan hefur kólnað og kremið þykknað dálítið er því smurt yfir kökuna. Kakan skreytt með t.d. jarðarberjum og borin fram með þeyttum rjóma eða vanilluís. Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og geislafræðingur heldur úti blogginu Eldhússögur, eldhussogur.com. Hún hefur tekið saman lista yfir vinsælustu eftirrétti ársins 2013. Á toppinum trónir Snickers-kakan sem hefur vakið mikla lukku meðal landsmanna. Í öðru sæti er karamellumarengsterta og í því þriðja klassísk, frönsk súkkulaðikaka. Í fjórða sæti er svo súkkulaðikaka með Pipp-karamellukremi. Fréttablaðið birtir hér fjóra vinsælustu réttina og vonar Dröfn að uppskriftirnar geti veitt landsmönnum innblástur fyrir eftirréttina á gamlárskvöld.Snickerskakan fór eins og eldur um sinu um internetið á árinu.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir1. Snickers-kaka4 egg4,5 dl sykur2 tsk. vanillusykur8 msk. kakó3 dl hveiti200 g smjör, brætt100 g Pipp-súkkulaði með karamellu (má sleppa)Krem2 dl salthnetur200 g rjómasúkkulaði Ofninn hitaður í 175°C, undir- og yfirhita, og ca. 26 cm smelluform smurt að innan. Smjörið brætt og látið kólna dálítið. Egg og sykur þeytt saman. Því næst er vanillusykur, kakó, brætt smjör og hveiti hrært út í. Deiginu er hellt í bökunarformið og Pipp-molunum þrýst ofan í deigið hér og þar. Því næst er kakan bökuð í miðjum ofni við 175°C (undir- og yfirhita) í 30 til 40 mínútur, kakan á að vera blaut í miðjunni. (Í mínum ofni dugði 30 mínútna bökunartími en hjá sumum hefur kakan verið of blaut eftir 30 mínútur – það þarf að finna út rétta tímann fyrir hvern ofn og fylgjast vel með kökunni. Athugið að hitinn er gefinn upp fyrir undir- og yfirhita, sami hiti á blæstri er í raun hærri hiti.) Á meðan er rjómasúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og hnetunum bætt út í þegar súkkulaðið hefur bráðnað. Þegar kakan er komin úr ofninum og hefur kólnað dálítið er kreminu hellt yfir kökuna og hún kæld í minnst tvo tíma áður en hún er borin fram með þeyttum rjóma.Marengskakan svíkur engan.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir2. Karamellu- marengstertaMarengs2-3 bollar Rice Krispies (eða Corn Flakes)2 dl sykur1 dl púðursykur4 eggjahvítur Ofn hitaður í 120°C við blástur (ef baka á báða botnana samtímis) eða 130°C við undir- og yfirhita. Eggjahvítur, púðursykur og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er Rice Krispies bætt varlega út í marengsinn með sleikju. Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar. Marengsinum er skipt í tvennt og hvor helmingur settur á sinn hring. Því næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Þá er marengsinn bakaður í 120°C (blástur) í heitum ofni í ca. 50-60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum.Rjómafylling5 dl rjómi200 g Nóa-kropp með karamellubragði (eða þetta hefðbundna)1 askja fersk jarðarber skorin í bita og/eða bláber (má sleppa en ég mæli með því að hafa ber!) Rjóminn er þeyttur og Nóa-kroppinu ásamt berjunum er bætt út í rjómann. Blandan er svo sett á milli marengsbotnanna.Rolokremca. 2½ rúlla af Rolo (ég keypti 3 rúllur í pakka og skreytti tertuna með hálfu rúllunni sem eftir var)50 g suðusúkkulaðiörlítill rjómi til að þynna kremið Suðusúkkulaðið brotið niður í skál og Roloinu bætt út í. Brætt yfir vatnsbaði, ef þess þarf þá er hægt að þynna blönduna með dálitlu af rjóma. Kreminu er svo hellt yfir tertuna. Það er fallegt að skreyta hana með jarðarberjum eða hindberjum, nokkrum niðurskornum Rolobitum og rifnu suðusúkkulaði. Tertan er geymd í ísskáp og er langbest daginn eftir þegar hún hefur fengið að brjóta sig.Frönsk súkkulaðikaka á upp á pallborðið hjá mörgum.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir3. Frönsk súkkulaðitertaBotn2 dl sykur200 g smjör200 g suðusúkkulaði1 dl hveiti4 stk. egg Þeytið eggin og sykurinn vel saman. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman við vægan hita í potti. Blandið hveitinu saman við eggin og sykurinn. Bætið bráðnu súkkulaðinu og smjörinu að lokum varlega út í deigið. Bakið í vel smurðu tertuformi (ath. ekki lausbotna) við 170°C í 30 mínútur.Súkkulaðikrem150 g suðusúkkulaði70 g smjör2-3 msk. síróp Látið allt saman í pott og bræðið saman við vægan hita. Kælið bráðina svolítið og berið hana síðan á kökuna þegar hún hefur kólnað. Kakan á að vera blaut í miðjunni. Gott er að bera kökuna fram með rjóma eða ís og berjum, til dæmis jarðarberjum, hindberjum eða bláberjum.Súkkulaðikakan með Pipp-karamellukreminu er góð með jarðarberjum.Myndir/Dröfn Vilhjálmsdóttir4. Súkkulaðikaka með Pipp-karamellukremi250 g suðusúkkulaði180 g smjör2 tsk. Neskaffi, kaffiduft mulið, t.d. í mortéli (má sleppa)2 dl sykur4 egg2 tsk. vanillusykur½ tsk. lyftiduft½ dl hveiti (má nota maísenamjöl fyrir glútenfría köku)Krem25 g smjör½ dl rjómi200 g Pipp með karamellukremi (selt í 100 g plötum) eða með piparmyntu Ofninn hitaður í 175°C. Smelluform (24 cm) smurt að innan. Súkkulaði brotið niður í pott ásamt smjöri, brætt við vægan hita og hrært í á meðan. Potturinn tekinn af hellunni og blandan látin kólna dálítið. Neskaffi mulið mjög smátt (ég gerði það í mortéli) og því bætt út í ásamt sykri og eggjum, hrært vel með písk þar til blandan er slétt. Hveiti, vanillusykri og lyftidufti blandað saman og sigtað ofan í pottinn. Hrært þar til blandan er slétt. Deiginu er hellt í smurt bökunarform og bakað í ca. 45-50 mínútur neðarlega í ofninum. Fylgist vel með kökunni, hún má vera blaut í miðjunni.Krem Hráefnið í kremið sett saman í pott og brætt við vægan hita, hrært þar til Pipp-súkkulaðið er bráðnað og kremið er slétt og glansandi. Potturinn tekinn af hellunni. Þegar kakan hefur kólnað og kremið þykknað dálítið er því smurt yfir kökuna. Kakan skreytt með t.d. jarðarberjum og borin fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira