Bílasala í Bretlandi ekki meiri í 6 ár Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2014 16:15 Mini settur saman í Bretlandi. Þó bílasala í Evrópu sé í lægð á það ekki við í Bretlandi. Þar hefur bílasala ekki verið meiri síðan árið 2007 og jókst hún um 10,8% frá árinu 2012. Vöxturinn var hressilega meiri í desember nýliðnum, eða 23,8% og var það 22. mánuðurinn í röð sem bílasala eykst í Bretlandi. Heildarsalan var 2,26 milljón bílar. Bílasalar buðu afar hagstæðar lánafyrirgreiðslur í fyrra sem freistuðu margra kaupenda og á það stóran þátt í þessari góðu sölu. Búist er við því að salan á þessu ári verði á pari við söluna í fyrra. Einn af hverjum 7 bílum sem seldust í Bretlandi voru framleiddir þar, eða 300.000. Það þýðir ekki að framleiðsla bíla í Bretlandi sé í lægt. Þvert á móti hefur hún ekki verið meiri í langan tíma, en flestir bílar sem framleiddir eru þar eru fluttir til annarra landa, en framleiðslan nam 1,5 milljónum bíla. Mörg þúsund ný störf sköpuðust í Bretlandi í bílaiðnaðinum í fyrra, ekki síst hjá Jaguar/Land Rover. Mest seldi bílinn í Bretlandi í fyrra var Ford Fiesta og Ford Focus var í öðru sæti en samtals seldust um 210.000 slíkir bílar. Vauxhall átti 2 næstu bíla, Vauxhall Corsa og Astra og í 5. sætinu var Volkswagen Golf. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent
Þó bílasala í Evrópu sé í lægð á það ekki við í Bretlandi. Þar hefur bílasala ekki verið meiri síðan árið 2007 og jókst hún um 10,8% frá árinu 2012. Vöxturinn var hressilega meiri í desember nýliðnum, eða 23,8% og var það 22. mánuðurinn í röð sem bílasala eykst í Bretlandi. Heildarsalan var 2,26 milljón bílar. Bílasalar buðu afar hagstæðar lánafyrirgreiðslur í fyrra sem freistuðu margra kaupenda og á það stóran þátt í þessari góðu sölu. Búist er við því að salan á þessu ári verði á pari við söluna í fyrra. Einn af hverjum 7 bílum sem seldust í Bretlandi voru framleiddir þar, eða 300.000. Það þýðir ekki að framleiðsla bíla í Bretlandi sé í lægt. Þvert á móti hefur hún ekki verið meiri í langan tíma, en flestir bílar sem framleiddir eru þar eru fluttir til annarra landa, en framleiðslan nam 1,5 milljónum bíla. Mörg þúsund ný störf sköpuðust í Bretlandi í bílaiðnaðinum í fyrra, ekki síst hjá Jaguar/Land Rover. Mest seldi bílinn í Bretlandi í fyrra var Ford Fiesta og Ford Focus var í öðru sæti en samtals seldust um 210.000 slíkir bílar. Vauxhall átti 2 næstu bíla, Vauxhall Corsa og Astra og í 5. sætinu var Volkswagen Golf.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent