Formúla 1

Eigin­kona Schumacher: Látið okkur í friði

Corinna hefur fengið nóg af ágangi fjölmiðla.
Corinna hefur fengið nóg af ágangi fjölmiðla. nordicphotos/getty

Það er rúm vika síðan ökuþórinn Michael Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum. Hann berst enn fyrir lífi sínu og er haldið sofandi á spítala í Grenoble í Frakklandi.



Fjölmiðlar hafa tjaldað fyrir utan spítalann alla vikuna og eiginkona Schumacher, Corinna, hefur fengið nóg.



Hún sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún óskaði þess að fjölmiðlar yfirgæfu svæðið og leyfðu fjölskyldunni að vera í friði.



"Hjálpið okkur í baráttunni. Það er mikilvægt að þið yfirgefið spítalann og látið læknana í friði svo þeir geti unnið sína vinnu. Vinsamlega látið okkur í friði," segir í yfirlýsingunni.



Ástand Schumachers er stöðugt en hann er enn í lífshættu. Ekkert er vitað um heilaskaða á þessu stigi málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×