Twin Peaks snýr aftur Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2014 21:00 Leikstjórinn David Lynch ætlar að ljúka við sjónvarpsþáttaseríuna Twin Peaks sem var tekin af dagskrá árið 1991. Í þáttunum var ýjað að því að seríunni myndi verða haldið áfram síðar þegar andi myrtu fegurðardrottningarinnar Lauru Palmer hvíslaði í orð alríkislögreglumannsins Dale Cooper að hún myndi sjá hann á ný eftir 25 ár. David leitaði að leikurum til að skjóta prufuþátt af Twin Peaks en tökur áttu að fara fram í dag í Los Angeles. Leitaði hann sérstaklega að kynþokkafullri stúlku, dökkhærðri eða rauðhærðri, til að leika gengilbeinu. Þættirnir Twin Peaks voru frumsýndir árið 1990 og slógu í gegn hjá gagnrýnendum. Sópuðu þeir að sér fjórtán tilnefningum til Emmy-verðlaunanna. „Pilot“-þátturinn fékk mesta áhorf árið 1989-90 og þegar serían fór í sýningar sló hún fjögurra ára gamalt áhorfsmet á sjónvarpsstöðinni ABC. Um miðja aðra seríu kom í ljós hver myrti Lauru Palmer og þá fór söguþráðurinn að þynnast. Þátturinn var tekinn af dagskrá viku eftir að fimmtándi þáttur í annarri seríu lenti í 85. sæti yfir áhorf.Ráðgátan í þáttunum var hver myrti Lauru Palmer. Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Leikstjórinn David Lynch ætlar að ljúka við sjónvarpsþáttaseríuna Twin Peaks sem var tekin af dagskrá árið 1991. Í þáttunum var ýjað að því að seríunni myndi verða haldið áfram síðar þegar andi myrtu fegurðardrottningarinnar Lauru Palmer hvíslaði í orð alríkislögreglumannsins Dale Cooper að hún myndi sjá hann á ný eftir 25 ár. David leitaði að leikurum til að skjóta prufuþátt af Twin Peaks en tökur áttu að fara fram í dag í Los Angeles. Leitaði hann sérstaklega að kynþokkafullri stúlku, dökkhærðri eða rauðhærðri, til að leika gengilbeinu. Þættirnir Twin Peaks voru frumsýndir árið 1990 og slógu í gegn hjá gagnrýnendum. Sópuðu þeir að sér fjórtán tilnefningum til Emmy-verðlaunanna. „Pilot“-þátturinn fékk mesta áhorf árið 1989-90 og þegar serían fór í sýningar sló hún fjögurra ára gamalt áhorfsmet á sjónvarpsstöðinni ABC. Um miðja aðra seríu kom í ljós hver myrti Lauru Palmer og þá fór söguþráðurinn að þynnast. Þátturinn var tekinn af dagskrá viku eftir að fimmtándi þáttur í annarri seríu lenti í 85. sæti yfir áhorf.Ráðgátan í þáttunum var hver myrti Lauru Palmer.
Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira