Fótbolti

Emil og félagar í Evrópudeildarsæti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Emil í baráttunni gegn Udinese í dag.
Emil í baráttunni gegn Udinese í dag. Nordicphotos/Getty
Hellas Verona skaust upp fyrir Inter Milan í 5. sæti Serie A með 3-1 útisigri á Udinese í dag.

Emil Hallfreðsson var venju samkvæmt í byrjunarliði Hellas Verona sem nýtti færin í heimsókn sinni til Udinese. Luca Toni skoraði tvö marka gestaliðsins sem hitti þrisvar á markið og í öll skiptin fór boltinn í markið.

Udinese átti alls 17 marktilraunir í leiknum en tókst aðeins að skora einu sinni. Emil var skipt af velli þegar tíu mínútu lifðu leiks og staðan 3-1.

Hellas Verona hefur nú 32 stig í 5. sæti deildarinnar. Sætið gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næsta ári en átján umferðum er lokið í ítalska boltanum. Udinese er í 13. sæti með 20 stig.

Birkir Bjarnason kom ekkert við sögu í 2-0 tapi Sampdoria á útivelli gegn Napoli. Sampdoria er í 14. sæti deildarinnar með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×