Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Einbeitum okkur að fimmtu­deginum“

Ruben Amorim sá Manchester United fá á sig fjögur mörk í fyrsta sinn síðan hann tók við störfum, í 4-1 tapi gegn Newcastle fyrr í dag. Hann var fljótur að færa fókusinn frá tapinu yfir á fimmtudaginn, þegar Manchester United mætir Lyon í seinni leik Evrópudeildareinvígisins, og segir markmanninn Andre Onana hafa þurft að aftengja sig í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra

Vestri tók á móti FH á Kerecis-velli á Ísafirði í annarri umferð Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn fór fram við krefjandi aðstæður; hitastigið var um -6 gráður og norðanátt gerði leikmönnum erfitt fyrir. Um 200 áhorfendur mættu þó á leikinn og létu kuldann ekki stoppa sig í að styðja við sína menn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert og fé­lagar misstigu sig

Fiorentina missteig sig í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Parma á heimavelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti