Benz sló við BMW í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 14:45 Mercedes Benz CLA jepplingurinn mun vafalaust auka enn við sölu Benz bíla. Slagur lúxusbílaframleiðendanna um að selja flesta bíla í Bandaríkjunum er harður og síðustu tvö árin hefur BMW verið í toppsætinu, en mörg ár þar á undan var það Lexus. Eftir að sölutölur síðasta árs skiluðu sér varð ljóst að Mercedes Benz hafði vinninginn, en tæpt var það. Aðeins munaði um þrjú þúsund bílum á Benz og BMW, en Benz seldi alls 312.534 bíla en BMW 309.280 bíla á árinu. Það er ekki síst að þakka CLA-Class bílnum nýja, endurhönnuðum E-Class og S-Class bílunum sem Benz sigldi framúr BMW. Söluaukning Benz nam 14% á nýliðnu ári. Í desembermánuði dró BMW verulega á það forskot sem Mercedes Benz hafði við enda nóvember og minnkaði bilið milli framleiðendanna um helming hvað heildarsölu ársins áhrærir. Þó svo Benz hafa haft BMW undir í fjölda seldra bíla í Bandaríkjunum á það ekki við heildarsöluna í heiminum þar sem BMW selur fleiri bíla á heimsvísu. Því hyggst Benz breyta fyrir lok áratugarins, en ekki er víst að BMW og Audi taki því hljóðalaust. Síðasta hálfa árið hefur Benz hinsvegar aukið sölu sína á heimsvísu meira en bæði BMW og Audi, svo Benz virðist því á réttri leið að takmarki sínu. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Slagur lúxusbílaframleiðendanna um að selja flesta bíla í Bandaríkjunum er harður og síðustu tvö árin hefur BMW verið í toppsætinu, en mörg ár þar á undan var það Lexus. Eftir að sölutölur síðasta árs skiluðu sér varð ljóst að Mercedes Benz hafði vinninginn, en tæpt var það. Aðeins munaði um þrjú þúsund bílum á Benz og BMW, en Benz seldi alls 312.534 bíla en BMW 309.280 bíla á árinu. Það er ekki síst að þakka CLA-Class bílnum nýja, endurhönnuðum E-Class og S-Class bílunum sem Benz sigldi framúr BMW. Söluaukning Benz nam 14% á nýliðnu ári. Í desembermánuði dró BMW verulega á það forskot sem Mercedes Benz hafði við enda nóvember og minnkaði bilið milli framleiðendanna um helming hvað heildarsölu ársins áhrærir. Þó svo Benz hafa haft BMW undir í fjölda seldra bíla í Bandaríkjunum á það ekki við heildarsöluna í heiminum þar sem BMW selur fleiri bíla á heimsvísu. Því hyggst Benz breyta fyrir lok áratugarins, en ekki er víst að BMW og Audi taki því hljóðalaust. Síðasta hálfa árið hefur Benz hinsvegar aukið sölu sína á heimsvísu meira en bæði BMW og Audi, svo Benz virðist því á réttri leið að takmarki sínu.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent