Kaupendur VW e-up fá hefðbundna bíla að láni Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2014 13:15 Volkswagen e-up rafmagnsbíllinn. Volkswagen býður nú þýskum kaupendum rafmagnsbílsins Volkswagen e-up 30 daga afnot á ári af hefðbundnum brunabílum. Er það gert til að örva sölu bílsins og eyða þeirra hræðslu kaupenda að það dugi ekki að eiga aðeins rafmagnsbíl. Með þessu geta kaupendur e-up fengið að láni langdrægari bensín- eða dísilbíla ef fara á lengri vegalengdir. Það sem meira er, þá verður þessi fría þjónusta í boði fyrstu 3 árin eftir kaup á rafmagnsbílnum smáa. Þetta tilboð Volkswagen er í sama anda og Nissan býður breskum kaupendum Nissan Leaf rafmagnsbílsins, en þeim býðst þó aðeins að fá að láni hefðbundna bíla í 14 daga, en endurgjaldslaust eins og í tilfelli Volkswagen. Hvort að þessi aðferð til að örva sölu rafmagnsbíla sé eitthvað sem allir framleiðendur rafmagnsbíla muni grípa til á næstunni er óvíst, en í Bandaríkjunum hefur þessu ekki verið beitt ennþá. Þar hefur verð þeirra einfaldlega verið lækkað umtalsvert. Það hefur orðið til þess að bæði Nissan Leaf og Chevrolet Volt seldust í meira en 20.000 eintökum á síðasta ári og tvöfaldaðist sala Nissan Leaf milli ára. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent
Volkswagen býður nú þýskum kaupendum rafmagnsbílsins Volkswagen e-up 30 daga afnot á ári af hefðbundnum brunabílum. Er það gert til að örva sölu bílsins og eyða þeirra hræðslu kaupenda að það dugi ekki að eiga aðeins rafmagnsbíl. Með þessu geta kaupendur e-up fengið að láni langdrægari bensín- eða dísilbíla ef fara á lengri vegalengdir. Það sem meira er, þá verður þessi fría þjónusta í boði fyrstu 3 árin eftir kaup á rafmagnsbílnum smáa. Þetta tilboð Volkswagen er í sama anda og Nissan býður breskum kaupendum Nissan Leaf rafmagnsbílsins, en þeim býðst þó aðeins að fá að láni hefðbundna bíla í 14 daga, en endurgjaldslaust eins og í tilfelli Volkswagen. Hvort að þessi aðferð til að örva sölu rafmagnsbíla sé eitthvað sem allir framleiðendur rafmagnsbíla muni grípa til á næstunni er óvíst, en í Bandaríkjunum hefur þessu ekki verið beitt ennþá. Þar hefur verð þeirra einfaldlega verið lækkað umtalsvert. Það hefur orðið til þess að bæði Nissan Leaf og Chevrolet Volt seldust í meira en 20.000 eintökum á síðasta ári og tvöfaldaðist sala Nissan Leaf milli ára.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent