Formula 1 notaði 33.200 dekk Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 15:06 33.200 svona dekk lágu í valnum. Formula 1 er eitt dýrasta sport sem um getur og það er aðeins skiljanlegra í ljósi þess að á síðasta keppnistímabili notaðu keppnisliðin samtals 33.200 dekk í akstri allra bílanna. Það er heilmikið af gúmmíi og það ekki af ódýrari gerðinni þar sem Formula 1 dekk eru ógnardýr. Ef allur akstur bílanna er talinn saman á síðasta tímabili, bæði í prófunum og keppni, mælist hann 358.784 km, eða tæpir 9 hringir í kringum jörðina. Ef öllum þessum kílómetrum er deilt í þá 8.300 hjólaganga sem notaðir voru kemur í ljós að á hverjum dekkjagangi óku þeir aðeins 43,23 km. Red Bull liðið státar af stysta pit-stoppi allra liða, en það mældist 1,923 sekúndur. Flest pit-stopp allra keppnanna fóru fram í kappakstrinum í Japan, eða 119. Mesti hraði sem mældist var í keppninni í Monza á Ítalíu, eða 341 km/klst og mesti meðalhraði í hring mældist 257 km/klst í Hungaroring í Ungverjalandi. Þar mældist einnig mesti brautarhiti, 54 gráður. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent
Formula 1 er eitt dýrasta sport sem um getur og það er aðeins skiljanlegra í ljósi þess að á síðasta keppnistímabili notaðu keppnisliðin samtals 33.200 dekk í akstri allra bílanna. Það er heilmikið af gúmmíi og það ekki af ódýrari gerðinni þar sem Formula 1 dekk eru ógnardýr. Ef allur akstur bílanna er talinn saman á síðasta tímabili, bæði í prófunum og keppni, mælist hann 358.784 km, eða tæpir 9 hringir í kringum jörðina. Ef öllum þessum kílómetrum er deilt í þá 8.300 hjólaganga sem notaðir voru kemur í ljós að á hverjum dekkjagangi óku þeir aðeins 43,23 km. Red Bull liðið státar af stysta pit-stoppi allra liða, en það mældist 1,923 sekúndur. Flest pit-stopp allra keppnanna fóru fram í kappakstrinum í Japan, eða 119. Mesti hraði sem mældist var í keppninni í Monza á Ítalíu, eða 341 km/klst og mesti meðalhraði í hring mældist 257 km/klst í Hungaroring í Ungverjalandi. Þar mældist einnig mesti brautarhiti, 54 gráður.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent