Kia sýnir 315 hestafla sportbíl í Detroit Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 13:34 Ekki svo ólíkar línur og í Audi R8. Í síðasta mánuði var hér greint frá nýjum bíl Kia, þeirra fyrsta eiginlega sportbíl, sem sýndur verður á bílasýningunni í Detroit í þessum mánuði. Ekki var þá búið að gefa mikið upp um bílinn, en nú hefur Kia gefið aðeins meira upp. Bíllinn mun heita GT4 Stinger og hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél sem skilar 315 hestöflum til afturhjólanna. Talað var að þessi bíll ætti að keppa við Toyota GT-86/Subaru BRZ systurbílana, en miðað við aflið sem bílnum er skaffað mun hann keppa við öflugri sportbíla. Í Bandaríkjunum eru helst nefndir Ford Mustang og Hyundai Genesis Coupe. Ef verði bílsins verður haldið í 25.000 dollurum, líkt og Toyota GT-86/Subaru BRZ kosta ætti hann að standa sig í samkeppninni. Kia GT4 Stinger verður á 20 tommu álfelgum, með LED ljós og æði sportlegur, ef marka má meðfylgjandi mynd.Svona lítur bíllinn út ofan frá séð. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent
Í síðasta mánuði var hér greint frá nýjum bíl Kia, þeirra fyrsta eiginlega sportbíl, sem sýndur verður á bílasýningunni í Detroit í þessum mánuði. Ekki var þá búið að gefa mikið upp um bílinn, en nú hefur Kia gefið aðeins meira upp. Bíllinn mun heita GT4 Stinger og hann verður með 2,0 lítra forþjöppudrifna vél sem skilar 315 hestöflum til afturhjólanna. Talað var að þessi bíll ætti að keppa við Toyota GT-86/Subaru BRZ systurbílana, en miðað við aflið sem bílnum er skaffað mun hann keppa við öflugri sportbíla. Í Bandaríkjunum eru helst nefndir Ford Mustang og Hyundai Genesis Coupe. Ef verði bílsins verður haldið í 25.000 dollurum, líkt og Toyota GT-86/Subaru BRZ kosta ætti hann að standa sig í samkeppninni. Kia GT4 Stinger verður á 20 tommu álfelgum, með LED ljós og æði sportlegur, ef marka má meðfylgjandi mynd.Svona lítur bíllinn út ofan frá séð.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent