Vinnur Audi R8 og tryllist Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2014 07:30 Í þættinum The Price Is Right í Bandaríkjunum vann heppin kona nýlega Audi R8 Spyder bíl sem kostar 157.300 dollara og að auki 10.000 dollara í peningum. Ekki er að spyrja að gleði hennar er hún vann þennan næst stærsta vinning í sögu þáttarins, en hún gersamlega gengur af göflunum í kjölfarið. Hún þurfti aðeins að geta sér til um hvað bíllinn kostar með því að taka út þá 4 verðmiða sem ranglega fóru með verð hans og í leiðinni vann hún sér inn 4.000, 3.000, 2.000 og 1.000 dollara vinninga í beinhörðum. Líklega telst vinningshafinn, Sheree Hail, ekki dæmigerður eigandi sportbílsins Audi R8 Spyder þar sem hún er húsfrú komin yfir miðjan aldur, en gleði hennar er engu að síður mjög ósvikin. Hægt er að gleðjast með vinningshafanum í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Í þættinum The Price Is Right í Bandaríkjunum vann heppin kona nýlega Audi R8 Spyder bíl sem kostar 157.300 dollara og að auki 10.000 dollara í peningum. Ekki er að spyrja að gleði hennar er hún vann þennan næst stærsta vinning í sögu þáttarins, en hún gersamlega gengur af göflunum í kjölfarið. Hún þurfti aðeins að geta sér til um hvað bíllinn kostar með því að taka út þá 4 verðmiða sem ranglega fóru með verð hans og í leiðinni vann hún sér inn 4.000, 3.000, 2.000 og 1.000 dollara vinninga í beinhörðum. Líklega telst vinningshafinn, Sheree Hail, ekki dæmigerður eigandi sportbílsins Audi R8 Spyder þar sem hún er húsfrú komin yfir miðjan aldur, en gleði hennar er engu að síður mjög ósvikin. Hægt er að gleðjast með vinningshafanum í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent