Fréttamaður í gervi prests reyndi að komast að Schumacher Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. janúar 2014 22:00 Sabine Kehm ræðir við fréttamenn í dag. Nordicphotos/Getty Michael Schumacher er haldið sofandi á sjúkrahúsi í Grenoble í Frakklandi eftir skíðaslys um helgina. Ástand Schumacher er sagt stöðugt en hann er þó enn í lífshættu. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, ræddi málin við fréttamenn í Frakklandi í dag. Bað hún meðal annars fréttamenn um að sýna Schumacher og fjölskyldu virðingu í ljósi atviks sem upp kom á sjúkrahúsinu. Þannig stöðvuðu öryggisverðir fréttamann í dulargervi prests þar sem hann reyndi að komast inn á herbergi Schumacher á sjúkrahúsinu. „Öryggisverðir stöðvuðu hann áður en honum tókst ætlunarverk sitt. Ég vil ekki fara út í smáatriðin eða hvernig öryggisgæslu er háttað. Hún er hins vegar fyrir hendi enda er stöðugt áreiti fjölmiðla og fólks sem vill komast nærri honum.“ Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher er haldið sofandi á sjúkrahúsi í Grenoble í Frakklandi eftir skíðaslys um helgina. Ástand Schumacher er sagt stöðugt en hann er þó enn í lífshættu. Sabine Kehm, umboðsmaður Schumacher, ræddi málin við fréttamenn í Frakklandi í dag. Bað hún meðal annars fréttamenn um að sýna Schumacher og fjölskyldu virðingu í ljósi atviks sem upp kom á sjúkrahúsinu. Þannig stöðvuðu öryggisverðir fréttamann í dulargervi prests þar sem hann reyndi að komast inn á herbergi Schumacher á sjúkrahúsinu. „Öryggisverðir stöðvuðu hann áður en honum tókst ætlunarverk sitt. Ég vil ekki fara út í smáatriðin eða hvernig öryggisgæslu er háttað. Hún er hins vegar fyrir hendi enda er stöðugt áreiti fjölmiðla og fólks sem vill komast nærri honum.“
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira