Toyota seldi 1,28 milljón Hybrid-bíla Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2014 15:45 Toyota Prius í tveimur útfærslum. Toyota leiðir brautina í sölu Hybrid-bíla og jók söluna úr 1,22 milljónum slíkra bíla árið 2102 í 1,28 milljón bíla í fyrra. Í ljósi þess að aukningin milli 2011 og 2012 var tvöföldun í sölu þeirra er þessi aukning harla lítil. Taka verður tilliti til þess að minnkun var í sölu þannig bíla árið 2011 sökum jarðskjálftans stóra það ár. Mest sala Hybrid bíla Toyota hefur verið í heimalandinu Japan, en vöxturinn þar í fyrra nam eins 1.200 bílum og endaði í 679.100 bílum. Það virðist því vera ákveðin stöðnum í sölu Hybrid-bíla, hvort sem litið er til heimamarkaðarins sem og í heiminum öllum. Vöxtur í sölu þeirra í Bandaríkjunum nam 4% í fyrra, sem er minni vöxtur en í heildarsölunni þar svo því má segja að sala þeirra sé frekar á undanhaldi en hitt. Toyota ætlar að kynna enn fleiri gerðir Hybrid-bíla í ár og hvort það dugar til að viðhalda eða auka sölu þeirra á eftir að koma í ljós. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent
Toyota leiðir brautina í sölu Hybrid-bíla og jók söluna úr 1,22 milljónum slíkra bíla árið 2102 í 1,28 milljón bíla í fyrra. Í ljósi þess að aukningin milli 2011 og 2012 var tvöföldun í sölu þeirra er þessi aukning harla lítil. Taka verður tilliti til þess að minnkun var í sölu þannig bíla árið 2011 sökum jarðskjálftans stóra það ár. Mest sala Hybrid bíla Toyota hefur verið í heimalandinu Japan, en vöxturinn þar í fyrra nam eins 1.200 bílum og endaði í 679.100 bílum. Það virðist því vera ákveðin stöðnum í sölu Hybrid-bíla, hvort sem litið er til heimamarkaðarins sem og í heiminum öllum. Vöxtur í sölu þeirra í Bandaríkjunum nam 4% í fyrra, sem er minni vöxtur en í heildarsölunni þar svo því má segja að sala þeirra sé frekar á undanhaldi en hitt. Toyota ætlar að kynna enn fleiri gerðir Hybrid-bíla í ár og hvort það dugar til að viðhalda eða auka sölu þeirra á eftir að koma í ljós.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent