Buick aldrei selt fleiri bíla Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2014 08:45 Buick Encore. Ef einhver hafði efasemdir um af hverju General Motors hélt lífi í Buick merkið á meðan það slátraði Pontiac, Hummer og Saturn þarf bara að horfa á sölutölurnar fyrir nýliðið ár. Buick seldi 1,03 milljón bíla og hefur aldrei selt fleiri bíla. Það skrítna við þessa góðu sölu er að 78,5% sölunnar er í Kína og restin að mestu í Bandaríkjunum. Þó selur Buick einnig bíla í Kanada og Mexíkó en salan í þeim tveimur löndum telur aðeins 1,6% af heildarsölunni. General Motors er stærsti erlendi bílasalinn í Kína og á Buick merkið stóran skerf í velgengni GM þar. Söluaukning Buick í Kína nam 15,7% og 13,9% í Bandaríkjunum. Heildaraukning sölu Buick á árinu nam 15,4%. Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent
Ef einhver hafði efasemdir um af hverju General Motors hélt lífi í Buick merkið á meðan það slátraði Pontiac, Hummer og Saturn þarf bara að horfa á sölutölurnar fyrir nýliðið ár. Buick seldi 1,03 milljón bíla og hefur aldrei selt fleiri bíla. Það skrítna við þessa góðu sölu er að 78,5% sölunnar er í Kína og restin að mestu í Bandaríkjunum. Þó selur Buick einnig bíla í Kanada og Mexíkó en salan í þeim tveimur löndum telur aðeins 1,6% af heildarsölunni. General Motors er stærsti erlendi bílasalinn í Kína og á Buick merkið stóran skerf í velgengni GM þar. Söluaukning Buick í Kína nam 15,7% og 13,9% í Bandaríkjunum. Heildaraukning sölu Buick á árinu nam 15,4%.
Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent