BMW toppaði Benz og Audi Finnur Thorlacius skrifar 13. janúar 2014 14:47 BMW 3-línan seldist bíla best hjá BMW. Árið í fyrra var níunda árið í röð sem BMW er stærsti lúxusbílaframleiðandi í heimi. BMW var að opinbera sölutölur sínar á bílasýningunni í Detroit og heildarsalan var 1,66 milljón bílar og jókst salan milli ára um 8%. Söluaukning Audi var sú sama, 8% en Mercedes Benz jók söluna mest, eða um 11%. Audi náði 1,57 milljón bíla sölu en Mercedes Benz 1,46 milljón bílum. BMW þakkar helst góðum viðtökum á 3-línu bíl sínum, sem og X1 jepplingnum þann vöxt sem átti sér stað á árinu. Audi og Mercedes Benz hafi bæði sagst ætla að ná BMW í seldu magni bíla, en BMW varði stöðu sína vel á árinu og ekki náði Audi að draga á þá á síðasta ári, þó svo Mercedes Benz hafi gert það að einhverju marki. Benz á líka lengra í land að ná BMW en Audi. Því telja forsvarsmenn BMW að langt sé í að hinir tveir framleiðendurnir muni ná þeim í sölu. Mini er einnig hluti af BMW og jókst sala Mini bíla um 1% á síðasta ári og seldi Mini 305.000 bíla. Rolls Royce er einnig hluti af BMW og jókst salan þar en ekki er tiltekið hversu mikið. Heildarsala BMW samstæðunnar var 1,96 milljón bílar. BMW seldi alls 500.000 bíla af 3-línunni og jókst um 23% á árinu og um 9% á X1 jepplingnum, sem seldist í 161.000 eintökum. BMW spáir 1,77 milljón bíla sölu á þessu ári, Audi 1,66 milljónum bíla og Benz 1,56 milljón bíla sölu. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Árið í fyrra var níunda árið í röð sem BMW er stærsti lúxusbílaframleiðandi í heimi. BMW var að opinbera sölutölur sínar á bílasýningunni í Detroit og heildarsalan var 1,66 milljón bílar og jókst salan milli ára um 8%. Söluaukning Audi var sú sama, 8% en Mercedes Benz jók söluna mest, eða um 11%. Audi náði 1,57 milljón bíla sölu en Mercedes Benz 1,46 milljón bílum. BMW þakkar helst góðum viðtökum á 3-línu bíl sínum, sem og X1 jepplingnum þann vöxt sem átti sér stað á árinu. Audi og Mercedes Benz hafi bæði sagst ætla að ná BMW í seldu magni bíla, en BMW varði stöðu sína vel á árinu og ekki náði Audi að draga á þá á síðasta ári, þó svo Mercedes Benz hafi gert það að einhverju marki. Benz á líka lengra í land að ná BMW en Audi. Því telja forsvarsmenn BMW að langt sé í að hinir tveir framleiðendurnir muni ná þeim í sölu. Mini er einnig hluti af BMW og jókst sala Mini bíla um 1% á síðasta ári og seldi Mini 305.000 bíla. Rolls Royce er einnig hluti af BMW og jókst salan þar en ekki er tiltekið hversu mikið. Heildarsala BMW samstæðunnar var 1,96 milljón bílar. BMW seldi alls 500.000 bíla af 3-línunni og jókst um 23% á árinu og um 9% á X1 jepplingnum, sem seldist í 161.000 eintökum. BMW spáir 1,77 milljón bíla sölu á þessu ári, Audi 1,66 milljónum bíla og Benz 1,56 milljón bíla sölu.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent