Segir þingmenn misnota þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninga Andri Þór Sturluson skrifar 13. janúar 2014 01:31 Þór Saari, fyrrum þingamaður Hreyfingarinnar, gerir frí Alþingis fyrir sveitarstjórnarkosningarnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni í færslu sem hann birti í gær. Sveitastjórnarkosningarnar eru haldnar í lok maí. Segir hann þingmenn misnota fríið til að styðja við bakið á félögum sínum í sveitastjórnarkosningunum og það á fullum launum. Segir hann þingið fara í frí rúmum tveim vikum fyrir kosningarnar og rökstuðningurinn fyrir því fríi sé fyrirsláttur en stærstu flokkarnir nýta sér það til að fá forskot á önnur framboð og einhverjir þingmenn nota það til að ferðast um landið og hitta fólk á fullum launum og fríðindum. Segist hann muna eftir einum þingmanni sem árið 2010 gortaði sig yfir því að hafa fengið 150 þúsund krónur í bílapening, vikurnar fyrir sveitastjórnarkosningarnar því hann keyrði svo mikið. Færsla Þórs í heild sinni:„Alþingi fer í frí um nokkrum vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Nú í ár verður það rúmum tveim vikum fyrir þær. Þetta er gert að nafninu til svo að sveitarstjórnarmenn geti "átt sviðið" ótruflaðir af fréttum af Alþingi. Í raunveruleikanum er verið að gefa þingmönnum Fjórflokksins tækifæri til að styðja sitt fólk í kosningabaráttunni um allt land á fullum launum í tvær vikur, ferða- og bílapeningar og allt greitt. Þetta er alger afbökun á lýðræðinu vegna þess lýðræðishalla sem það býr til. Man eftir einum þingmanni 2010 sem gortaði yfir því að hafa fengið 150.000 í bílapening vikurnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vegna þess að hann ók um 1.500 kílómetra. Það er ekki amalegt að fá 54 þingmenn Fjórflokksins til að leggja hönd á plóg hjá sveitarstjórnarmönnum í tvær vikur á fullum launum. Gerspillt íslensk stjórnmál í hnotskurn.“ Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon "Var þunnur í fimm ár“ Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu Harmageddon Októberfest og stígvélabjór Harmageddon Vala Grand trúlofuð á ný Harmageddon
Þór Saari, fyrrum þingamaður Hreyfingarinnar, gerir frí Alþingis fyrir sveitarstjórnarkosningarnar að umtalsefni á Facebook síðu sinni í færslu sem hann birti í gær. Sveitastjórnarkosningarnar eru haldnar í lok maí. Segir hann þingmenn misnota fríið til að styðja við bakið á félögum sínum í sveitastjórnarkosningunum og það á fullum launum. Segir hann þingið fara í frí rúmum tveim vikum fyrir kosningarnar og rökstuðningurinn fyrir því fríi sé fyrirsláttur en stærstu flokkarnir nýta sér það til að fá forskot á önnur framboð og einhverjir þingmenn nota það til að ferðast um landið og hitta fólk á fullum launum og fríðindum. Segist hann muna eftir einum þingmanni sem árið 2010 gortaði sig yfir því að hafa fengið 150 þúsund krónur í bílapening, vikurnar fyrir sveitastjórnarkosningarnar því hann keyrði svo mikið. Færsla Þórs í heild sinni:„Alþingi fer í frí um nokkrum vikum fyrir sveitarstjórnarkosningar. Nú í ár verður það rúmum tveim vikum fyrir þær. Þetta er gert að nafninu til svo að sveitarstjórnarmenn geti "átt sviðið" ótruflaðir af fréttum af Alþingi. Í raunveruleikanum er verið að gefa þingmönnum Fjórflokksins tækifæri til að styðja sitt fólk í kosningabaráttunni um allt land á fullum launum í tvær vikur, ferða- og bílapeningar og allt greitt. Þetta er alger afbökun á lýðræðinu vegna þess lýðræðishalla sem það býr til. Man eftir einum þingmanni 2010 sem gortaði yfir því að hafa fengið 150.000 í bílapening vikurnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vegna þess að hann ók um 1.500 kílómetra. Það er ekki amalegt að fá 54 þingmenn Fjórflokksins til að leggja hönd á plóg hjá sveitarstjórnarmönnum í tvær vikur á fullum launum. Gerspillt íslensk stjórnmál í hnotskurn.“
Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Mammút í sparifötunum á útgáfutónleikum Harmageddon "Var þunnur í fimm ár“ Harmageddon Rokkprófið - Agnes í Sykur vs. Nanna í Of Monsters Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Leikræn tilþrif sem eiga best heima í sápuóperu Harmageddon Októberfest og stígvélabjór Harmageddon Vala Grand trúlofuð á ný Harmageddon