Fjölskyldudrama frumsýnt í dag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 13:00 Kvikmyndin August: Osage County er frumsýnd í dag í Háskólabíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. Myndin er gerð eftir samnefndu leikriti Tracy Letts, en það hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 2008 og var sýnt tæplega sjö hundruð sinnum á Broadway við miklar vinsældir. Á Íslandi sló leikritið í gegn á fjölum Borgarleikhússins undir titlinum Fjölskyldan og var sýnt rúmlega sextíu sinnum! Sagan gerist í Oklahoma, á heimili hjónanna Beverly og Violet Weston sem eiga þrjár uppkomnar dætur, þær Ivy, Barböru og Karen. Dag einn hverfur Beverly sporlaust sem verður til þess að Weston-dæturnar hittast á ný á æskuheimilinu. Það er stór og þéttur leikhópur sem fer með helstu hlutverkin í August: Osage County, en þess má geta að leikkonurnar Meryl Streep og Julia Roberts eru tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í myndinni. Í öðrum hlutverkum eru Sam Shepard, Ewan McGregor og Juliette Lewis. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin August: Osage County er frumsýnd í dag í Háskólabíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri. Myndin er gerð eftir samnefndu leikriti Tracy Letts, en það hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 2008 og var sýnt tæplega sjö hundruð sinnum á Broadway við miklar vinsældir. Á Íslandi sló leikritið í gegn á fjölum Borgarleikhússins undir titlinum Fjölskyldan og var sýnt rúmlega sextíu sinnum! Sagan gerist í Oklahoma, á heimili hjónanna Beverly og Violet Weston sem eiga þrjár uppkomnar dætur, þær Ivy, Barböru og Karen. Dag einn hverfur Beverly sporlaust sem verður til þess að Weston-dæturnar hittast á ný á æskuheimilinu. Það er stór og þéttur leikhópur sem fer með helstu hlutverkin í August: Osage County, en þess má geta að leikkonurnar Meryl Streep og Julia Roberts eru tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sín í myndinni. Í öðrum hlutverkum eru Sam Shepard, Ewan McGregor og Juliette Lewis.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein