Mataræði þarf ekki að vera flókið 23. janúar 2014 23:45 AFP/NordicPhotos „Mataræði þarf ekki að vera flókið og þeir sem eru að flækja það eru þeir sem eru að selja ákveðnar vörur,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Læknadagar 2014 hófust í gær og var fyrsti dagurinn tileinkaður umræðu um næringu. Ingibjörg hélt erindi undir yfirskriftinni: Næringarráðleggingar í dag: Staðreyndir eða skáldskapur? „Ég var að fjalla um hvernig við getum greint á milli opinberra ráðlegginga um fæðuval, sem við þekkjum til dæmis frá Embætti landslæknis, og sérúrræða fyrir sjúklingahópa. Það sem hefur gerst er að sérúrræði varðandi mataræði hafa smitast út í þjóðfélagið, samanber lágkolvetnafæði, ofurskammta af d-vítamíni og fleira sem fólk virðist taka upp. Þetta eru sérúrræði sem hafa verið sniðin að einstaklingum sem eiga við veikindi að stríða en heilbrigðir einstaklingar taka upp.“ Þetta segir meðal annars í pistli sem Anna Birgis ritar á Heilsutorgi, en hann má lesa hér í heild. Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið
„Mataræði þarf ekki að vera flókið og þeir sem eru að flækja það eru þeir sem eru að selja ákveðnar vörur,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Læknadagar 2014 hófust í gær og var fyrsti dagurinn tileinkaður umræðu um næringu. Ingibjörg hélt erindi undir yfirskriftinni: Næringarráðleggingar í dag: Staðreyndir eða skáldskapur? „Ég var að fjalla um hvernig við getum greint á milli opinberra ráðlegginga um fæðuval, sem við þekkjum til dæmis frá Embætti landslæknis, og sérúrræða fyrir sjúklingahópa. Það sem hefur gerst er að sérúrræði varðandi mataræði hafa smitast út í þjóðfélagið, samanber lágkolvetnafæði, ofurskammta af d-vítamíni og fleira sem fólk virðist taka upp. Þetta eru sérúrræði sem hafa verið sniðin að einstaklingum sem eiga við veikindi að stríða en heilbrigðir einstaklingar taka upp.“ Þetta segir meðal annars í pistli sem Anna Birgis ritar á Heilsutorgi, en hann má lesa hér í heild.
Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið