Litlar líkur á Óskarsjafntefli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. janúar 2014 16:02 12 Years a Slave og Gravity eru meðal þeirra níu kvikmynda sem tilnefndar eru í flokki bestu myndar. Kvikmyndirnar 12 Years a Slave og Gravity skildu jafnar á verðlaunaafhendingu bandarískra kvikmyndaframleiðenda um helgina, en þetta er í fyrsta sinn í 25 ára sögu verðlaunanna sem það gerist.Ben Zauzmer, blaðamaður The Hollywood Reporter og stærðfræðingur frá Harvard, telur þó litlar líkur á að það sama verði upp á teningnum þegar veitt verða verðlaun fyrir bestu kvikmynd á Óskarsverðlaununum þann 2. febrúar. Það er þó ekki óhugsandi.Í grein Zauzmer kemur fram að Óskarsakademían innihaldi 6.028 kosningabæra menn og konur. Þar sem sú tala er slétt er í raun möguleiki á að tvær kvikmyndir fái jafn mörg atkvæði. Ef 6 þúsund greiða atkvæði eru líkurnar á jafntefli aðeins 0,52 prósent. Jafntefli hefur komið upp sex sinnum í öðrum flokkum á Óskarnum, og má þar nefna jafntefli þeirra Katherine Hepburn og Börbru Streisand í flokki bestu aðalleikkvenna árið 1969. Þá var jafntefli í fyrra á milli kvikmyndanna Zero Dark Thirty og Skyfall í flokki bestu hljóðklippingar. En hverjar eru líkurnar á að jafntefli komi upp á framleiðendaverðlaununum og Óskarsverðlununum sama ár? 37.702 á móti einum, segir stærðfræðingurinn. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndirnar 12 Years a Slave og Gravity skildu jafnar á verðlaunaafhendingu bandarískra kvikmyndaframleiðenda um helgina, en þetta er í fyrsta sinn í 25 ára sögu verðlaunanna sem það gerist.Ben Zauzmer, blaðamaður The Hollywood Reporter og stærðfræðingur frá Harvard, telur þó litlar líkur á að það sama verði upp á teningnum þegar veitt verða verðlaun fyrir bestu kvikmynd á Óskarsverðlaununum þann 2. febrúar. Það er þó ekki óhugsandi.Í grein Zauzmer kemur fram að Óskarsakademían innihaldi 6.028 kosningabæra menn og konur. Þar sem sú tala er slétt er í raun möguleiki á að tvær kvikmyndir fái jafn mörg atkvæði. Ef 6 þúsund greiða atkvæði eru líkurnar á jafntefli aðeins 0,52 prósent. Jafntefli hefur komið upp sex sinnum í öðrum flokkum á Óskarnum, og má þar nefna jafntefli þeirra Katherine Hepburn og Börbru Streisand í flokki bestu aðalleikkvenna árið 1969. Þá var jafntefli í fyrra á milli kvikmyndanna Zero Dark Thirty og Skyfall í flokki bestu hljóðklippingar. En hverjar eru líkurnar á að jafntefli komi upp á framleiðendaverðlaununum og Óskarsverðlununum sama ár? 37.702 á móti einum, segir stærðfræðingurinn.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira