Litlar líkur á Óskarsjafntefli Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. janúar 2014 16:02 12 Years a Slave og Gravity eru meðal þeirra níu kvikmynda sem tilnefndar eru í flokki bestu myndar. Kvikmyndirnar 12 Years a Slave og Gravity skildu jafnar á verðlaunaafhendingu bandarískra kvikmyndaframleiðenda um helgina, en þetta er í fyrsta sinn í 25 ára sögu verðlaunanna sem það gerist.Ben Zauzmer, blaðamaður The Hollywood Reporter og stærðfræðingur frá Harvard, telur þó litlar líkur á að það sama verði upp á teningnum þegar veitt verða verðlaun fyrir bestu kvikmynd á Óskarsverðlaununum þann 2. febrúar. Það er þó ekki óhugsandi.Í grein Zauzmer kemur fram að Óskarsakademían innihaldi 6.028 kosningabæra menn og konur. Þar sem sú tala er slétt er í raun möguleiki á að tvær kvikmyndir fái jafn mörg atkvæði. Ef 6 þúsund greiða atkvæði eru líkurnar á jafntefli aðeins 0,52 prósent. Jafntefli hefur komið upp sex sinnum í öðrum flokkum á Óskarnum, og má þar nefna jafntefli þeirra Katherine Hepburn og Börbru Streisand í flokki bestu aðalleikkvenna árið 1969. Þá var jafntefli í fyrra á milli kvikmyndanna Zero Dark Thirty og Skyfall í flokki bestu hljóðklippingar. En hverjar eru líkurnar á að jafntefli komi upp á framleiðendaverðlaununum og Óskarsverðlununum sama ár? 37.702 á móti einum, segir stærðfræðingurinn. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndirnar 12 Years a Slave og Gravity skildu jafnar á verðlaunaafhendingu bandarískra kvikmyndaframleiðenda um helgina, en þetta er í fyrsta sinn í 25 ára sögu verðlaunanna sem það gerist.Ben Zauzmer, blaðamaður The Hollywood Reporter og stærðfræðingur frá Harvard, telur þó litlar líkur á að það sama verði upp á teningnum þegar veitt verða verðlaun fyrir bestu kvikmynd á Óskarsverðlaununum þann 2. febrúar. Það er þó ekki óhugsandi.Í grein Zauzmer kemur fram að Óskarsakademían innihaldi 6.028 kosningabæra menn og konur. Þar sem sú tala er slétt er í raun möguleiki á að tvær kvikmyndir fái jafn mörg atkvæði. Ef 6 þúsund greiða atkvæði eru líkurnar á jafntefli aðeins 0,52 prósent. Jafntefli hefur komið upp sex sinnum í öðrum flokkum á Óskarnum, og má þar nefna jafntefli þeirra Katherine Hepburn og Börbru Streisand í flokki bestu aðalleikkvenna árið 1969. Þá var jafntefli í fyrra á milli kvikmyndanna Zero Dark Thirty og Skyfall í flokki bestu hljóðklippingar. En hverjar eru líkurnar á að jafntefli komi upp á framleiðendaverðlaununum og Óskarsverðlununum sama ár? 37.702 á móti einum, segir stærðfræðingurinn.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein