Mini í efstu þremur sætum Dakar rallsins Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2014 12:46 Mini bílar komu, sáu og sigruðu í hinu langa þolakstursralli Dakar, sem stóð yfir í tvær vikur. Ekki nóg með að Nani Roma og aðstoðarökumaður hans Michel Perin hafa ekið Mini bíl, þá komu Mini bílar einnig í næstu tveimur sætum keppninnar. Það voru hinir reyndu ökumenn Stephan Peterhansel og Nasser Al-Attiyah sem stýrðu þeim bílum. Það tók sigurvegarann 50 klukkutíma og 44,58 mínútur að klára rallið og kom Peterhansel í mark aðeins 5 mínútum síðar. Minna en helmingur keppenda luku rallinu, sem reyndist óvenju erfitt í ár. Keppt er í mörgum flokkum, þ.e. bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum og eru keppendur oftsinnis hvor fyrir öðrum, sama hverju þeir aka. Sigurvegarinn í bílaflokki, Nani Roma, hefur einnig unnið mótorhjólaflokk Dakar rallsins, m.a. fyrir 10 árum.Sumir voru óheppnir og kláruðu ekki rallið. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent
Mini bílar komu, sáu og sigruðu í hinu langa þolakstursralli Dakar, sem stóð yfir í tvær vikur. Ekki nóg með að Nani Roma og aðstoðarökumaður hans Michel Perin hafa ekið Mini bíl, þá komu Mini bílar einnig í næstu tveimur sætum keppninnar. Það voru hinir reyndu ökumenn Stephan Peterhansel og Nasser Al-Attiyah sem stýrðu þeim bílum. Það tók sigurvegarann 50 klukkutíma og 44,58 mínútur að klára rallið og kom Peterhansel í mark aðeins 5 mínútum síðar. Minna en helmingur keppenda luku rallinu, sem reyndist óvenju erfitt í ár. Keppt er í mörgum flokkum, þ.e. bílum, mótorhjólum, fjórhjólum og trukkum og eru keppendur oftsinnis hvor fyrir öðrum, sama hverju þeir aka. Sigurvegarinn í bílaflokki, Nani Roma, hefur einnig unnið mótorhjólaflokk Dakar rallsins, m.a. fyrir 10 árum.Sumir voru óheppnir og kláruðu ekki rallið.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent