Schumacher sagður hafa deplað augum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2014 18:00 Stuðningsmenn Schumacher fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble. Vísir/Getty Samkvæmt óstaðfestum fregnum er Michael Schumacher strax byrjaður að sýna viðbrögð við tilraunum lækna við að vekja hann úr dái. Schumacher hefur verið haldið sofandi síðan hann fékk alvarlega höfuðáverka í skíðaslysi í frönsku ölpunum í lok desember. Í gær var greint frá því að læknar væru byrjaðir að draga úr svæfingunni í því skyni að byrja að koma þýska ökuþórnum aftur til meðvitundar. Franska dagblaðið L'Equipe staðhæfir að Schumacher hafi strax sýnt viðbrögð með því að depla augum þegar læknar hófu að framkvæma tilraunir sínar. Enn fremur var haldið fram á fréttavef Sky News að Schumacher hafi brugðist við leiðbeiningum lækna. Umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, segir að ekki verði frekari upplýsingar gefnar um ástand hans að svo stöddu og ítrekaði bón fjölskyldu hans um næði. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Samkvæmt óstaðfestum fregnum er Michael Schumacher strax byrjaður að sýna viðbrögð við tilraunum lækna við að vekja hann úr dái. Schumacher hefur verið haldið sofandi síðan hann fékk alvarlega höfuðáverka í skíðaslysi í frönsku ölpunum í lok desember. Í gær var greint frá því að læknar væru byrjaðir að draga úr svæfingunni í því skyni að byrja að koma þýska ökuþórnum aftur til meðvitundar. Franska dagblaðið L'Equipe staðhæfir að Schumacher hafi strax sýnt viðbrögð með því að depla augum þegar læknar hófu að framkvæma tilraunir sínar. Enn fremur var haldið fram á fréttavef Sky News að Schumacher hafi brugðist við leiðbeiningum lækna. Umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, segir að ekki verði frekari upplýsingar gefnar um ástand hans að svo stöddu og ítrekaði bón fjölskyldu hans um næði.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira