Sabine Kehm, umboðsmaður Michael Schumacher, hefur staðfest að unnið sé að því að vekja Michael Schumacher úr dái, hægt og rólega.
Schumacher hefur verið haldið sofandi í rúman mánuð eftir skíðaslys í frönsku ölpunum þar sem hann fékk alvarlega höfuðáverka.
Sem stendur er ekki mikið meira vitað um ástand Schumacher en óttast er að hann hafi hlotið varanlega heilaskaða vegna mikilla blæðinga.
„Nú er verið að minnka deyfinguna sem Michael hefur fengið til að láta ferlið byrja en það gæti tekið langan tíma,“ sagði Kehm í yfirlýsingu.
Kehm bætti því við að ekki yrði gefnar út frekari upplýsingar um málið á næstunni.