Mazda, Subaru og Mitsubishi græða Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2014 14:45 Subaru hagnaðist mest af japönsku fyrirtækjunum þremur. Japönsku bílaframleiðendunum gengur vel þessa dagana enda njóta þau mjög lækkunar yensins sem féll um 24% í fyrra. Mazda hagnaðist um 58 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er hagnaðurinn nú 163% meiri en á sama ársfjórðungi árið 2012. Sala Mazda bíla jókst um 15% og nam 322.000 bílum á þessum þremur mánuðum. Mazda spáir góðu uppgjöri við enda uppgjörsársins, sem endar 31. mars, eða 122 milljarða hagnaði sem myndi þá þrefalda hagnaðinn frá fyrra ári. Mazda áætlar að selja 1,325 bíla í ár, 7% meira en í fyrra. Subaru hagnaðist um 90 milljarða á síðasta ársfjórðungi og sexfaldaðist hagnaður fyrirtækisins milli ára. Subaru seldi bíla af miklum móð í Bandaríkjunum en hluti hagnaðar Subaru nú er vegna sölu á snjóbílaframleiðsluhluta fyrirtækisins. Mitsubishi hagnaðist um 46 milljarða króna, sem er fjórum sinnum meira en árið á undan. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna þriggja á síðasta ársfjórðungi var því 194 milljarðar og víst að þau munu öll skila flottu ársuppgjöri og þetta ár lítur mjög vel út hjá þeim öllum. Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Japönsku bílaframleiðendunum gengur vel þessa dagana enda njóta þau mjög lækkunar yensins sem féll um 24% í fyrra. Mazda hagnaðist um 58 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er hagnaðurinn nú 163% meiri en á sama ársfjórðungi árið 2012. Sala Mazda bíla jókst um 15% og nam 322.000 bílum á þessum þremur mánuðum. Mazda spáir góðu uppgjöri við enda uppgjörsársins, sem endar 31. mars, eða 122 milljarða hagnaði sem myndi þá þrefalda hagnaðinn frá fyrra ári. Mazda áætlar að selja 1,325 bíla í ár, 7% meira en í fyrra. Subaru hagnaðist um 90 milljarða á síðasta ársfjórðungi og sexfaldaðist hagnaður fyrirtækisins milli ára. Subaru seldi bíla af miklum móð í Bandaríkjunum en hluti hagnaðar Subaru nú er vegna sölu á snjóbílaframleiðsluhluta fyrirtækisins. Mitsubishi hagnaðist um 46 milljarða króna, sem er fjórum sinnum meira en árið á undan. Samanlagður hagnaður fyrirtækjanna þriggja á síðasta ársfjórðungi var því 194 milljarðar og víst að þau munu öll skila flottu ársuppgjöri og þetta ár lítur mjög vel út hjá þeim öllum.
Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent