Svalur Sochi Volkswagen Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2014 09:24 Hann minnir óneitanlega á breytta íslenska jeppa. Autoblog Volkswagen fyrirtækið útvegar stóran bílaflota til handa starfsfólki vetrarólympíleikanna í Sochi í Rússlandi. Eru bílarnir 3.000 talsins og af gerðunum Volkswagen, Audi og Skoda. Einn þeirra sést hér, Volkswagen Amarok sem breytt hefur verið hressilega vegna ímyndarsköpunar þessa ólympíuverkefnis. Ástæða breytinganna á bílnum er sú að hann átti að vera fær um að aka með 9 farþega frá Moskvu til Kamchatka skagans, 16.000 kílómetra leið um miklar vegleysur. Það tókst honum og fékk um leið viðurkenningu frá heimsmetabók Guinness fyrir lengstu vegleysuferð yfir eitt einstakt land. Það tók leiðangurinn 66 daga að komast á leiðarenda og var mest ekið á snjó. Þessi bíll, eins og sést á myndinni, er talsvert breyttur og hefur fengið stærri og grófari dekk, slaglengri fjöðrun, veltigrind, fullkomið leiðsögukerfi og að sjálfsögðu þurfti að taka mikið af brettunum til að koma risastórum dekkjunum fyrir. Lítið var átt við 2,0 lítra dísilvélina, enda var markmið leiðangursins ekki að fara sem hraðast yfir heldur á sem ábyggilegastan hátt og án bilana. Þr´rir VW Amarok á leið yfir Rússland.Jalopnik Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Volkswagen fyrirtækið útvegar stóran bílaflota til handa starfsfólki vetrarólympíleikanna í Sochi í Rússlandi. Eru bílarnir 3.000 talsins og af gerðunum Volkswagen, Audi og Skoda. Einn þeirra sést hér, Volkswagen Amarok sem breytt hefur verið hressilega vegna ímyndarsköpunar þessa ólympíuverkefnis. Ástæða breytinganna á bílnum er sú að hann átti að vera fær um að aka með 9 farþega frá Moskvu til Kamchatka skagans, 16.000 kílómetra leið um miklar vegleysur. Það tókst honum og fékk um leið viðurkenningu frá heimsmetabók Guinness fyrir lengstu vegleysuferð yfir eitt einstakt land. Það tók leiðangurinn 66 daga að komast á leiðarenda og var mest ekið á snjó. Þessi bíll, eins og sést á myndinni, er talsvert breyttur og hefur fengið stærri og grófari dekk, slaglengri fjöðrun, veltigrind, fullkomið leiðsögukerfi og að sjálfsögðu þurfti að taka mikið af brettunum til að koma risastórum dekkjunum fyrir. Lítið var átt við 2,0 lítra dísilvélina, enda var markmið leiðangursins ekki að fara sem hraðast yfir heldur á sem ábyggilegastan hátt og án bilana. Þr´rir VW Amarok á leið yfir Rússland.Jalopnik
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent