Marteinn Þórsson leikstýrir Glæpnum Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2014 16:30 Kvikmyndafyrirtækið Tenderlee MPC hefur tryggt sér kvikmyndarétt skáldsögunnar Glæpurinn - Ástarsaga eftir Árna Þórarinsson. Tenderlee á að baki kvikmyndir á boð við Rokland og XL en Árni er líklega best þekktur fyrir bækur sínar um rannsóknablaðamanninn Einar. Marteinn Þórsson skrifar handrit myndarinnar auk þess að leikstýra en ráðgert er að hún verði tekin upp 2015. Þeir Árni og Marteinn auk Jóhanns Páls Valdimarssonar, útgefenda Glæpsins, hafa undirritað samning um sölu kvikmyndaréttarins á skrifstofu Forlagsins en mikil tilhlökkun er í herbúðum allra aðila. Sagan gerist í einn örlagaríkan vordag í Reykjavík, á átján ára afmælisdegi Fríðu. Þennan sama dag höfðu foreldrar hennar lofað að upplýsa hana um leyndarmálið sem sundraði fjölskyldunni. Fortíðin birtist okkur smám saman í afturlitum og hrikalegur sannleikurinn kemur í ljós. Mun fjölskyldan sameinast þegar degi tekur að halla eða hafa örlögin þegar spunnið þeim vef? Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið Tenderlee MPC hefur tryggt sér kvikmyndarétt skáldsögunnar Glæpurinn - Ástarsaga eftir Árna Þórarinsson. Tenderlee á að baki kvikmyndir á boð við Rokland og XL en Árni er líklega best þekktur fyrir bækur sínar um rannsóknablaðamanninn Einar. Marteinn Þórsson skrifar handrit myndarinnar auk þess að leikstýra en ráðgert er að hún verði tekin upp 2015. Þeir Árni og Marteinn auk Jóhanns Páls Valdimarssonar, útgefenda Glæpsins, hafa undirritað samning um sölu kvikmyndaréttarins á skrifstofu Forlagsins en mikil tilhlökkun er í herbúðum allra aðila. Sagan gerist í einn örlagaríkan vordag í Reykjavík, á átján ára afmælisdegi Fríðu. Þennan sama dag höfðu foreldrar hennar lofað að upplýsa hana um leyndarmálið sem sundraði fjölskyldunni. Fortíðin birtist okkur smám saman í afturlitum og hrikalegur sannleikurinn kemur í ljós. Mun fjölskyldan sameinast þegar degi tekur að halla eða hafa örlögin þegar spunnið þeim vef?
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira