Sex mánaða bið eftir BMW i3 Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2014 10:42 BMW i3 tvinnbíllinn. Svo mikil eftirspurn er eftir tvinnbílnum i3 frá BMW að kaupendur hans þurfa að bíða í 6 mánuði eftir því að fá bílinn í hendur. Nú þegar eru 11.000 pantanir komnar í bílinn, en ekki er hafin sala á honum í Asíu og mun svo ekki verða fyrr en í sumar. BMW hóf að taka við pöntunum í BMW i3 í nóvember og er eftirspurnin miklu meiri en BMW menn þorðu að vona. Um 80% þeirra sem pantað hafa bílinn áttu ekki BMW bíl áður. Bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi og svo gæti farið að BMW verði að auka framleiðsluna, en verksmiðjan þar ræður nú ekki við að framleiða meira en 10.000 bíla á ári. Næsti tvinnbíll sem væntanlegur er frá BMW er i8 sportbílinn og hefst sala á honum í vor. Er hann miklu dýrari bíll svo ekki er að vænta jafn margra áhugasamra kaupenda hans þó áhuginn sé greinilega mikill. BMW áformar ekki framleiðslu fleiri svona bíla, þ.e. ekki fyrr en fyrirtækið hefur áttað sig á viðvarandi eftirspurn á þessum tveimur bílum. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent
Svo mikil eftirspurn er eftir tvinnbílnum i3 frá BMW að kaupendur hans þurfa að bíða í 6 mánuði eftir því að fá bílinn í hendur. Nú þegar eru 11.000 pantanir komnar í bílinn, en ekki er hafin sala á honum í Asíu og mun svo ekki verða fyrr en í sumar. BMW hóf að taka við pöntunum í BMW i3 í nóvember og er eftirspurnin miklu meiri en BMW menn þorðu að vona. Um 80% þeirra sem pantað hafa bílinn áttu ekki BMW bíl áður. Bíllinn er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi og svo gæti farið að BMW verði að auka framleiðsluna, en verksmiðjan þar ræður nú ekki við að framleiða meira en 10.000 bíla á ári. Næsti tvinnbíll sem væntanlegur er frá BMW er i8 sportbílinn og hefst sala á honum í vor. Er hann miklu dýrari bíll svo ekki er að vænta jafn margra áhugasamra kaupenda hans þó áhuginn sé greinilega mikill. BMW áformar ekki framleiðslu fleiri svona bíla, þ.e. ekki fyrr en fyrirtækið hefur áttað sig á viðvarandi eftirspurn á þessum tveimur bílum.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent