Tvær tæknihetjur frá tíunda áratugnum Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2014 08:45 Tveir dýrgripir. GVA Það fyrirfinnst mikið af forvitnilegum bílum á Íslandi og margir af þeim eru ekki nýir. Bílablað Fréttablaðsins heimsótti tvo forfallna „blýfætlinga“ sem er félagsskapur þeirra sem aðhyllast bíla sem höfða almennt lítið til almúgans. Þessa anorakka, en svo eru nefndir þeir sem vita allt sem hægt er að vita um bílana sína og reyndar miklu meira en það, má finna á vefsvæðinu blýfótur.is. Þeir eru hrifnir af bílum sem hafa verið hannaðir með háleit og einbeitt markmið í huga. Oftast eru þetta evrópskir sportbílar sem heilla, útbúnir óvenjulegum vélum og undantekningarlaust afturhjóladrifnir. Tveir bílar þeirra eru frábær dæmi um slíkt. Þeir eru báðir þýskir, kostuðu báðir meira en Ferrari 348 á sínum tíma, eru báðir afturhjóladrifnir GT bílar með pláss fyrir tvo fullorðna, tvö börn og nóg af farangri. Og já, eitt í viðbót, þeir eru báðir með stórar sleggjur undir húddinu.Tvær ólíkar nálganir á sama markmiðiFélagarnir Guðbjartur Guðmundsson og Ólafur Hvanndal eru báðir vel haldnir af bíladellu. Það mætti segja að bensín renni um æðar þeirra. Ólafur Hvanndal festi kaup á gríðarspennandi eintaki af Porsche 928 S4, árgerð 1991, sem hann hafði upp á í Vestmannaeyjum í síðasta haust. Bíllinn er kallaður Skruggi og herma heimildarmenn að bílsins hafi verið sárt saknað þegar hann kvaddi eyjarnar og fór um borð í Herjólf. Yfirleitt er erfitt að þvinga slíkar gersemar úr greipum eigenda en í Vestmannaeyjum eru flestir á mótorhjólum og því gafst ákveðið tækifæri til að kaupa bílinn þar. Svona bílar eru náttúrulega ekki á hverju strái á Íslandi og á meginlandinu er Porsche 928 bílar í þessu ástandi enn mjög dýrir bílar, þrátt fyrir að vera eknir 200-300 þúsund kílómetra. Innflutningur á slíkum bíl er því ekki fjárhagslega hagkvæmur.BMW 850i ekinn 77.000 kmGuðbjartur Guðmundsson er hinsvegar búinn að eiga ótrúlegt eintak af BMW 850i síðan 2009. Bjartur, eins og hann er oftast kallaður, hefur ekki ekið bílnum mikið enda telur hann að bíllinn sé að mörgu leyti fjárfesting, ekinn aðeins 77.000 kílómetra frá upphafi þrátt fyrir að vera 1993 árgerð. BMW 850i bíllinn lítur út eins og nýr. Það er ótrúlegt að sjá svona eintak af þessum tæknilega fullkomna bíl, tákn tíma sem aldrei kemur aftur, tákn tæknilegrar fullkomnunar og fágunar sem erfitt er að ná í dag vegna krafna um árekstrar- og mengunarvarnir. Báðir bílarnir eru reyndar svo lágir að húddið á þeim nær meðalvöxnum manni varla upp að hné. Ef þeir væru kafbátar myndu þeir kljúfa vatnið vel, svo tignarlegir eru þeir.Tólf og átta strokka kaggarPorsche 928 S4 bíllinn er útbúinn 5 lítra V8 vél sem skilar 320 hestöflum, en bíllinn er 1600 kíló og hraðaði hann sér í 100 km/klst á um 6 sekúndum þegar hann var nýr. Hámarkshraði 928 S4 er 264 km/klst. BMW 850i er einnig útbúinn 5 lítra vél sem reyndar er 12 strokka en hún skilar 300 hestöflum sem fleyta þessum 1790 kílóa bíl í 100 km/klst á 7,4 klst. Hámarkshraði var takmarkaður við 250 km/klst en ef takmörkunin var fjarlægð þá náði bíllinn um það bil sama hraða og Porsche 928 S4. Karakter þessara bíla eru þó mjög ólíkur. Þar sem bimminn er silkimjúkur sleði með grófa hlið þegar á þarf að halda er Porsche 928 bíllinn allur miklu spenntari og tilbúnari undir átök. Það er sérstaklega skemmtilegt að meta þessar tvær gerðir bíla en ómögulegt að gera upp á milli þeirra. Þeir eru á margan hátt svo líkir en jafnframt mjög ólíkir. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvor þeirra mun ná hærri hæðum á meðal blýfætlinga heimsins. En á meðan munu þessir herramenn njóta þess að hafa nef fyrir sérstökum bílum sem fáir, ef nokkrir á landinu, geta státað af.Ekkert smá flottur að innan þó gamall sé.Ekki er Porsche bíllinn slorlegur að innan heldur.GVA Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent
Það fyrirfinnst mikið af forvitnilegum bílum á Íslandi og margir af þeim eru ekki nýir. Bílablað Fréttablaðsins heimsótti tvo forfallna „blýfætlinga“ sem er félagsskapur þeirra sem aðhyllast bíla sem höfða almennt lítið til almúgans. Þessa anorakka, en svo eru nefndir þeir sem vita allt sem hægt er að vita um bílana sína og reyndar miklu meira en það, má finna á vefsvæðinu blýfótur.is. Þeir eru hrifnir af bílum sem hafa verið hannaðir með háleit og einbeitt markmið í huga. Oftast eru þetta evrópskir sportbílar sem heilla, útbúnir óvenjulegum vélum og undantekningarlaust afturhjóladrifnir. Tveir bílar þeirra eru frábær dæmi um slíkt. Þeir eru báðir þýskir, kostuðu báðir meira en Ferrari 348 á sínum tíma, eru báðir afturhjóladrifnir GT bílar með pláss fyrir tvo fullorðna, tvö börn og nóg af farangri. Og já, eitt í viðbót, þeir eru báðir með stórar sleggjur undir húddinu.Tvær ólíkar nálganir á sama markmiðiFélagarnir Guðbjartur Guðmundsson og Ólafur Hvanndal eru báðir vel haldnir af bíladellu. Það mætti segja að bensín renni um æðar þeirra. Ólafur Hvanndal festi kaup á gríðarspennandi eintaki af Porsche 928 S4, árgerð 1991, sem hann hafði upp á í Vestmannaeyjum í síðasta haust. Bíllinn er kallaður Skruggi og herma heimildarmenn að bílsins hafi verið sárt saknað þegar hann kvaddi eyjarnar og fór um borð í Herjólf. Yfirleitt er erfitt að þvinga slíkar gersemar úr greipum eigenda en í Vestmannaeyjum eru flestir á mótorhjólum og því gafst ákveðið tækifæri til að kaupa bílinn þar. Svona bílar eru náttúrulega ekki á hverju strái á Íslandi og á meginlandinu er Porsche 928 bílar í þessu ástandi enn mjög dýrir bílar, þrátt fyrir að vera eknir 200-300 þúsund kílómetra. Innflutningur á slíkum bíl er því ekki fjárhagslega hagkvæmur.BMW 850i ekinn 77.000 kmGuðbjartur Guðmundsson er hinsvegar búinn að eiga ótrúlegt eintak af BMW 850i síðan 2009. Bjartur, eins og hann er oftast kallaður, hefur ekki ekið bílnum mikið enda telur hann að bíllinn sé að mörgu leyti fjárfesting, ekinn aðeins 77.000 kílómetra frá upphafi þrátt fyrir að vera 1993 árgerð. BMW 850i bíllinn lítur út eins og nýr. Það er ótrúlegt að sjá svona eintak af þessum tæknilega fullkomna bíl, tákn tíma sem aldrei kemur aftur, tákn tæknilegrar fullkomnunar og fágunar sem erfitt er að ná í dag vegna krafna um árekstrar- og mengunarvarnir. Báðir bílarnir eru reyndar svo lágir að húddið á þeim nær meðalvöxnum manni varla upp að hné. Ef þeir væru kafbátar myndu þeir kljúfa vatnið vel, svo tignarlegir eru þeir.Tólf og átta strokka kaggarPorsche 928 S4 bíllinn er útbúinn 5 lítra V8 vél sem skilar 320 hestöflum, en bíllinn er 1600 kíló og hraðaði hann sér í 100 km/klst á um 6 sekúndum þegar hann var nýr. Hámarkshraði 928 S4 er 264 km/klst. BMW 850i er einnig útbúinn 5 lítra vél sem reyndar er 12 strokka en hún skilar 300 hestöflum sem fleyta þessum 1790 kílóa bíl í 100 km/klst á 7,4 klst. Hámarkshraði var takmarkaður við 250 km/klst en ef takmörkunin var fjarlægð þá náði bíllinn um það bil sama hraða og Porsche 928 S4. Karakter þessara bíla eru þó mjög ólíkur. Þar sem bimminn er silkimjúkur sleði með grófa hlið þegar á þarf að halda er Porsche 928 bíllinn allur miklu spenntari og tilbúnari undir átök. Það er sérstaklega skemmtilegt að meta þessar tvær gerðir bíla en ómögulegt að gera upp á milli þeirra. Þeir eru á margan hátt svo líkir en jafnframt mjög ólíkir. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvor þeirra mun ná hærri hæðum á meðal blýfætlinga heimsins. En á meðan munu þessir herramenn njóta þess að hafa nef fyrir sérstökum bílum sem fáir, ef nokkrir á landinu, geta státað af.Ekkert smá flottur að innan þó gamall sé.Ekki er Porsche bíllinn slorlegur að innan heldur.GVA
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent