Sannur lúxusjeppi með torfærugetu Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 11:15 BMW X5. Vilhelm Reynsluakstur - BMW X5 Mest seldi bíllinn í heiminum í lúxusjeppaflokki er BMW X5 og hefur hann samtals selst í 1,3 milljónum eintaka. Það taldi því til tíðinda er þriðja kynslóð bílsins var kynnt nýlega og var hulunni svipt af bílnum hér á landi í Hörpu í síðasta mánuði. BMW X5 kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999. BMW X5 er stærsti bíllinn í X-línu fyrirtækisins en bæði X1 og X3 teljast jepplingar en X5 jeppi. BMW X5 hefur gegnum tíðina selst þeirra best hér á landi, en hann kom líka þeirra fyrstur á markað og hentar líklega best hér við okkar aðstæður. BMW X5 er nú boðinn hér á landi með bæði 2,5 og 3,0 lítra dísilvélum, en mjög fáir lúxusjeppar seljast hér á landi með bensínvélum.Snotrari en ekki mikið breyttur útlitslegaPrófaður var X5 með 3,0 lítra dísilvélinni og er þar sannarlega góður akstursbíll á ferð. Ekki hafa verið gerðar mjög róttækar útlitsbreytingar á bílnum frá síðustu kynslóð, en það er heldur ekki þörf á að breyta miklu á því sem þykir falleg hönnun. Þó eru þær breytingar sem gerðar hafa verið allar til bóta og línur allar orðnar skarpari. Vart var að finna beina línu í forveranum en nú streyma þær um bílinn og ljá honum enn kraftalegra útlit. Mesta breytingin er að framan, þar er hann beinni og brattari og með stærra grill. Að innan er bíllinn snotur, en slær ekki út samkeppnina í fegurð. Efnisval er gott, sem og skipulag. Auðvelt er að eiga við stjórntækin og bílinn er vel hlaðinn af þeim eins og eðilegt má teljast með lúxusbíl.Léttari, öflugri og sparneytnariBíllinn hefur lést um 90 kíló og er það einkum vegna notkunar meira hástyrktarstáls. Vélin er auk þess öflugri, skilar nú 258 hestöflum. Hún er ári spræk og bíllinn er fyrir vikið með hálfgerða sportbílahröðun og er hann ekki nema 6,9 sekúndur í hundraðið, 0,7 sekúndum sneggri en forverinn. Það er ári gott fyrir jeppa. Það sem jafnvel meir máli skiptir er að þessi nýja vél er 17% sparneytnari en í fyrri gerð bílsins og mengar 33g/km minna. Við vélina er tengd átta þrepa sjálfskipting sem er hrikalega fljót á milli gíra og virðist alltaf í réttum gír. Ekkert finnst fyrir skiptingunum og þarf eiginlega að horfa á snúningshraðamælinn til að finna út hvenær hún er að skipta. Sama á um vélina, vart heyrist í henni ef ekki er tekið verulega á henni, en þegar stigið er rösklega á gjöfina er hljóðið frá henni sannarlega fallegt og gleður ökumann mjög. Hægt er að stilla samþættingu vélar, skiptingar og fjöðrunar eftir ætluðu aksturslagi. Velja má á milli „Eco, Normal og Sport“-stillinga og spara með því eldsneyti eða fá snarpari viðbrögð bílsins, allt eftir ósk ökumanns. Gaman var að reyna þetta og fyrir mismuninum fannst mjög greinilega. Í talsvert löngum reynsluakstri bílsins var hann að meðaltali með 9,3 lítra á hundraðið, sem er býsna gott fyrir svo stóran bíl. Taka þarf tilliti til þess að vel var tekið á bílnum.Lék sér að skíðabrekkuBMW X5 var reyndur í skíðabrekkunum í Skálafelli við sjónvarpsþáttagerð og þar kom svo ánægjulega í ljós að X5 er ekki bara góður borgarjeppi heldur fullfær um að glíma við snjó og mjög erfiða færð. Hann er ótrúlega duglegur að klifra og fjórhjóladrif bílsins virðist alveg frábært. Hann stóð sig betur en tveir aðrir bílar sem með voru í för og fór hæst upp brekkuna sem reynd var í moksnjó. Ekki er víst að fyrri kynslóðir bílsins hefðu gert það en nú er X5 orðinn hinn ágætasti torfærubíll auk þess að vera einstaklega lipur á malbikinu. Gott X-drive fjórhjóladrifið getur sent allt aflið aðeins til eins hjóls ef það er það eina sem hefur grip og svo snöggur virðist hann að dreifa átakinu að hann fær fátt stöðvað í að ösla snjóinn, stundum á afar lítilli ferð, en áfram fer hann samt. Þetta var frábært að prófa á þessum bíl og hafi verkfræðingar BMW hrós fyrir. BMW X5 með minni dísilvélinni er nú boðinn á flottu verði, um 10,4 milljónir en bíllinn sem prófaður var, með 3,0 lítra öflugri dísilvélinni er nokkru dýrari, eða um 12,1. Samkeppnisbílar BMW X5 eru Audi Q7, Mercedes Benz ML, Land Rover Discovery LR4 og Porsche Cayenne. Allir eru þeir dýrari, en enginn þeirra er þó með eins litla dísilvél og þá minni sem býðst í þessum bíl og nær að bera saman verð á bílnum með stærri dísilvélinni, en þá er BMW X5 samt þeirra ódýrastur. Vel boðið þar.Kostir: Aksturseiginleikar, öflug vél, torfærugetaÓkostir: Flutningsrými, innrétting 3,0 l. dísilvél, 258 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 162 g/km CO2 Hröðun: 6,9 sek. Hámarkshraði: 230 km/klst Verð frá: 12.090.000 kr. Umboð: BLGott skipulag og vel smíðuð innrétting.VilhelmVel fer um flesta hér.VilhelmÁgætt rými afturí.Vilhelm Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent
Reynsluakstur - BMW X5 Mest seldi bíllinn í heiminum í lúxusjeppaflokki er BMW X5 og hefur hann samtals selst í 1,3 milljónum eintaka. Það taldi því til tíðinda er þriðja kynslóð bílsins var kynnt nýlega og var hulunni svipt af bílnum hér á landi í Hörpu í síðasta mánuði. BMW X5 kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1999. BMW X5 er stærsti bíllinn í X-línu fyrirtækisins en bæði X1 og X3 teljast jepplingar en X5 jeppi. BMW X5 hefur gegnum tíðina selst þeirra best hér á landi, en hann kom líka þeirra fyrstur á markað og hentar líklega best hér við okkar aðstæður. BMW X5 er nú boðinn hér á landi með bæði 2,5 og 3,0 lítra dísilvélum, en mjög fáir lúxusjeppar seljast hér á landi með bensínvélum.Snotrari en ekki mikið breyttur útlitslegaPrófaður var X5 með 3,0 lítra dísilvélinni og er þar sannarlega góður akstursbíll á ferð. Ekki hafa verið gerðar mjög róttækar útlitsbreytingar á bílnum frá síðustu kynslóð, en það er heldur ekki þörf á að breyta miklu á því sem þykir falleg hönnun. Þó eru þær breytingar sem gerðar hafa verið allar til bóta og línur allar orðnar skarpari. Vart var að finna beina línu í forveranum en nú streyma þær um bílinn og ljá honum enn kraftalegra útlit. Mesta breytingin er að framan, þar er hann beinni og brattari og með stærra grill. Að innan er bíllinn snotur, en slær ekki út samkeppnina í fegurð. Efnisval er gott, sem og skipulag. Auðvelt er að eiga við stjórntækin og bílinn er vel hlaðinn af þeim eins og eðilegt má teljast með lúxusbíl.Léttari, öflugri og sparneytnariBíllinn hefur lést um 90 kíló og er það einkum vegna notkunar meira hástyrktarstáls. Vélin er auk þess öflugri, skilar nú 258 hestöflum. Hún er ári spræk og bíllinn er fyrir vikið með hálfgerða sportbílahröðun og er hann ekki nema 6,9 sekúndur í hundraðið, 0,7 sekúndum sneggri en forverinn. Það er ári gott fyrir jeppa. Það sem jafnvel meir máli skiptir er að þessi nýja vél er 17% sparneytnari en í fyrri gerð bílsins og mengar 33g/km minna. Við vélina er tengd átta þrepa sjálfskipting sem er hrikalega fljót á milli gíra og virðist alltaf í réttum gír. Ekkert finnst fyrir skiptingunum og þarf eiginlega að horfa á snúningshraðamælinn til að finna út hvenær hún er að skipta. Sama á um vélina, vart heyrist í henni ef ekki er tekið verulega á henni, en þegar stigið er rösklega á gjöfina er hljóðið frá henni sannarlega fallegt og gleður ökumann mjög. Hægt er að stilla samþættingu vélar, skiptingar og fjöðrunar eftir ætluðu aksturslagi. Velja má á milli „Eco, Normal og Sport“-stillinga og spara með því eldsneyti eða fá snarpari viðbrögð bílsins, allt eftir ósk ökumanns. Gaman var að reyna þetta og fyrir mismuninum fannst mjög greinilega. Í talsvert löngum reynsluakstri bílsins var hann að meðaltali með 9,3 lítra á hundraðið, sem er býsna gott fyrir svo stóran bíl. Taka þarf tilliti til þess að vel var tekið á bílnum.Lék sér að skíðabrekkuBMW X5 var reyndur í skíðabrekkunum í Skálafelli við sjónvarpsþáttagerð og þar kom svo ánægjulega í ljós að X5 er ekki bara góður borgarjeppi heldur fullfær um að glíma við snjó og mjög erfiða færð. Hann er ótrúlega duglegur að klifra og fjórhjóladrif bílsins virðist alveg frábært. Hann stóð sig betur en tveir aðrir bílar sem með voru í för og fór hæst upp brekkuna sem reynd var í moksnjó. Ekki er víst að fyrri kynslóðir bílsins hefðu gert það en nú er X5 orðinn hinn ágætasti torfærubíll auk þess að vera einstaklega lipur á malbikinu. Gott X-drive fjórhjóladrifið getur sent allt aflið aðeins til eins hjóls ef það er það eina sem hefur grip og svo snöggur virðist hann að dreifa átakinu að hann fær fátt stöðvað í að ösla snjóinn, stundum á afar lítilli ferð, en áfram fer hann samt. Þetta var frábært að prófa á þessum bíl og hafi verkfræðingar BMW hrós fyrir. BMW X5 með minni dísilvélinni er nú boðinn á flottu verði, um 10,4 milljónir en bíllinn sem prófaður var, með 3,0 lítra öflugri dísilvélinni er nokkru dýrari, eða um 12,1. Samkeppnisbílar BMW X5 eru Audi Q7, Mercedes Benz ML, Land Rover Discovery LR4 og Porsche Cayenne. Allir eru þeir dýrari, en enginn þeirra er þó með eins litla dísilvél og þá minni sem býðst í þessum bíl og nær að bera saman verð á bílnum með stærri dísilvélinni, en þá er BMW X5 samt þeirra ódýrastur. Vel boðið þar.Kostir: Aksturseiginleikar, öflug vél, torfærugetaÓkostir: Flutningsrými, innrétting 3,0 l. dísilvél, 258 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 162 g/km CO2 Hröðun: 6,9 sek. Hámarkshraði: 230 km/klst Verð frá: 12.090.000 kr. Umboð: BLGott skipulag og vel smíðuð innrétting.VilhelmVel fer um flesta hér.VilhelmÁgætt rými afturí.Vilhelm
Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent