Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, sem haldið er sofandi á sjúkrahúsi í Grenoble í Frakklandi eftir skíðaslys er kominn með lungnasýkingu.
Frá þessu greinir þýska dagblaðið Bild án þess þó að vitna í heimildamenn. Ekki er vitað á þessari stundu hvaða áhrif sýkingin hefur á bata Þjóðverjans sem legið hefur í dái síðan 29. desember.
Sabine Khem, talskona Schumacher-fjölskyldunnar, neitaði að svara spurningu Bild um málið en hún sagðist ekki svara spurningum byggðum á orðrómum.
Læknar þurfa nú berjast við sýkinguna með sýklalyfjum á sama tíma og þeir reyna vekja heimsmeistarann.